Vikan í skák er alltaf gerð upp á Sunnudögum hér á Skak.is. Hér tökum við fyrir vikuna 5-11. febrúar þar sem af nógu var að taka. Þrír Íslandsmeistarar voru krýndir, Skákmeistari Reykjavíkur tók við sínum verðlaunum og Hraðskákmeistari Reykjavíkur krýndur!
- Vikan hófst að vanda á Skákkvöldi TG sem var fámennt en góðmennt. Páll Sigurðsson varð hlutskarpastur. Á sama tíma hófst Landsliðsflokkur kvenna auk Íslandsmóts 65+ í Siglingaklúbbnum Ými í Kópavogi.
- 18 skákmenn mættu til leiks á Þriðjudagsmót TR þar sem David Kolka varð hlutskarpastur með 4,5 af 5, leyfði aðeins eitt jafntefli.
Nakamura var í stuði á netinu í vikunni. Hann vann seinna Titled Tuesday mótið og var ofarlega í því fyrra sem Kacper Piorun vann. Nánar af afrekum Nakamura í vikunni hér neðar!
- Magnus Carlsen bætti enn einni rós í hnappagatið þegar hann varð hlutskarpastur á netmótinu Chessable Masters. Carlsen fór ósigraður í úrslit og gat því leyft sér eitt tap gegn Firouzja í úrslitum en lagði svo Firouzja að velli í seinna einvíginu. Menn detta út eftir tvö töp í einvígi. Firouzja tók fyrra einvígið 2,5-0,5 og þurfti að vinna seinna einvígið einnig. Þegar Carlsen komst í 2-0 gat Firouzja ekki lengur unnið og Carlsen því meistarinn.
Þeir Vignir Vatnar Stefánsson og Hilmir Freyr Heimisson kíktu í spjall til Kristjáns „Við Skákborðið“
- Akureyringurinn ungi Markús Orri Óskarsson náði sögulegum árangri á Skákþingi Akureyrar. Hann vann með fullu hús 7 vinninga af 7 mögulegum og á 15. aldursári varð hann yngsti sigurvegari í 87 ára sögu Skákþings Akureyrar!
- Íslandsmót 50+ var haldið í fyrsta skipti í 10 ár og var mótið með atskákfyrirkomulagi þar sem tefldar voru 9 umferðir. Svo skemmtilega vildi til að sigurvegarinn 2014 vann aftur 2024, Ísfirðingurinn Guðmundur Gíslason hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum.
Late Mir Sultan Khan given Grandmaster Title ????
FIDE President Arkady Dvorkovich presented Pakistan's officials with the document awarding the title of Honorary Grandmaster to Mir Sultan Khan.
A Punjabi chess player and a citizen of Pakistan, he is considered the strongest… pic.twitter.com/jcvnCQbvcQ— International Chess Federation (@FIDE_chess) February 5, 2024
- Pakistan hafa eignast sinn fyrsta stórmeistara. FIDE ákvað að heiðra Mir Sultan Khan (1903-1966) með stórmeistaranafnbótinni. Khan var talin ótrúlegt skáktalent og í fjögurra ára heimsókn til Evrópu 1929-1933 vann hann marga frækna sigra. Hann vann breska meistaramótið 1929, 1932 og 1933 og lagði Capablanca að velli á Hastings.
- Bárður Örn Birkisson og David Kolka urðu hnífjafnir á fimmtudags-hraðskákmóti TR sem fór að þessu sinni fram á föstudegi! Hlutu þeir 8 vinninga af 9 mögulegum en allir tefldu við alla á mótinu.
We are ready to go!????
Are you set for the match of the year?https://t.co/Xwy8m41uDL#chessplayer #magnuscarlsen #freestylechess #FreestyleChessGOAT2024 #ChessRevolution #WEISSENHAUS#chesscom #bmw #polar #sanpellegrino #maxnomic #frankrudolfhamburg #champagnelaurentperrier pic.twitter.com/jfFr7gKdB8— freestyle-chess (@chess_freestyle) February 9, 2024
- Eitt stærsta og sterkasta Fischer Random mót sögunnar hófst í vikunni á fallegu setri í Weissenhaus í Þýskalandi. Mikið er lagt í mótið, keppendur eru t.d. allir með sérlitaða jakka, töframaður var með heimsklassa töfrabrögð á opnunarhófi og ungfrú Angóla tók þátt í að draga um töfluröð. Mikið lagt í þetta sterka mót!
- Meðan Carlsen og félagar tefldu Slembiskák í Þýskalandi hélt Hikaru Nakamura áfram að „rækta stig“ á netinu. Nakamura hafði áður hrifsað metið af Carlsen yfir hæstu stig sögunnar á Chess.com. Nakamura fylgdi því eftir með því að verða fyrstur til að komast yfir 3400 stig á Chess.com….“interesting“ eins og Vladimir Kramnik myndi orða það!
Olga Prudnykova varði Íslandmeistaratitil sinn í kvennaflokki. Hún vann kappskák á dag sem kom skapinu í lag, sjö vinningar úr sjö skákum og sýndi mikla yfirburði.
- Ögmundur Kristinsson varð Íslandsmeistari í flokki öldunga(65+). Ögmundur hlaut 4 vinninga í 5 umferðum fór taplaus í gegnum mótið.
- Emilía Embla Berglindardóttir varð hlutskörpust í Áskorendaflokki kvenna. Hún hlaut 5 vinninga í 5 skákum og hækkar um 70 elóstig fyrir frammistöðuna.
- Að neðan má sjá keppendur mæta til leiks á slembiskákmótið í Þýskalandi. Carlsen frumsýnir þarna nýja kærustu! Spurning hvaða áhrif það hafi á taflmennsku, hann tapaið allavega fyrstu skákinni í 8-liða úrslitum gegn Firouzja og þarf að vinna á mánudaginn!
How players arrive at the Weissenhaus Freestyle Chess GOAT Challenge! Some with their parent, some with their second, some with their girlfriend! 🙂 pic.twitter.com/0hVBcPlG6h
— ChessBase India (@ChessbaseIndia) February 11, 2024
- Benedikt Baldursson er enn efstur á Skákþingi Vestmannaeyja, hefur 4,5 vinning úr 5 skákum.
- Heilsa Ding Liren, andleg og líkamleg er mikið milli tannanna á netverjum. Ding byrjaði o af 6 í atskákhluta slembiskákmótsins og virðist algjörlega heillum horfinn, var slakur í Sjávarvíkinni líka.
The World Champion of Chess, Ding Liren, has started the Freestyle Chess Challenge with 6 straight losses. I am absolutely speechless. Hoping we see him return to form soon. pic.twitter.com/G5tEDlCIaB
— GothamChess (@GothamChess) February 10, 2024