Davíð Kjartansson að tafli í Porto Carras. Mynd: Heimasíða mótsins.

Suðurlandsmótið í skák var haldið í Fischersetrinu á Selfossi síðastliðinn laugardag, 3. febrúar.

Mættu 22 skákmenn til leiks og voru tefldar 8 umferðir. Róbert Lagerman bar sigur úr býtum og vann alla sína andstæðinga. Davíð Kjartansson endaði í öðru sæti með 7 vinninga og var jafnframt krýndur Suðurlandsmeistari þriðja árið í röð þar sem hann varð efstur heimamanna. Erlingur Jensson varð þriðji.

Lokastaðan á Chess-Results.

Efstur skákmanna undir 18 ára var Gabriel Landmark frá Írlandi.

Ari Björn Össurarson annaðist framkvæmd mótsins og sigurvegarinn Róbert Lagerman var skákdómari.

Frétt af SSON

- Auglýsing -