Norðurlandamót ungmenna hefst á morgun í Finnlandi og verða tefldar 6 umferðir yfir helgina. Ísland sendir fulltrúa í alla aldursflokka eins og venjulega og alls eru 10 íslenskir keppendur.
A-flokkur (u20)
FM Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2362) og Benedikt Briem (2149) tefla í efsta flokki og er Aleksandr stigahæstur keppenda og verður að teljast ansi sigurstranglegur. Benedikt er sjötti í stigaröðinni.
B-flokkur (u17)
Ingvar Wu Skarphéðinsson (2034) og Gunnar Erik Guðmundsson (1977) eru í miðjum hópi í sinum aldursflokki númer 6 og 7 í styrkleikaröð.
C-flokkur (u15)
Matthías Björgvin Kjartansson (1735) og Mikael Bjarki Heiðarsson (1711) eru í 9. og 10. sæti í styrkleikaröðinni fyrir ofan færeysku keppendurna.
D-flokkur (u13)
Í D-flokki er Josef Omarsson (1714) fjórði stigahæsti keppandinn en Sigurður Páll Guðnýjarson (1683) er númer sex.
E-flokkur (u11)
Í yngsta flokknum er Birkir Hallmundarson (1527) næst-stigahæstur keppenda en Tristan Fannar Jónsson (1216) er tíundi.
Umferðir hefjast klukkan 07:00 og 13:00 en hálftíma fyrr á sunnudeginum fyrri umferðin og einum og hálfum tíma seinni umferðin.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (A–C, Lichess)
- Beinar útsendingar (D, Lichess)
- Beinar útsendingar (clono.no, E)