Íslenski hópurinn ásamt Helga liðstjóra.

Þriðja og fjórða umferð NM ungmenna fóru fram í Finnlandi í dag. Það gengur almennt prýðilega í mótinu og íslensku keppundir í toppbaráttunni í þremur flokkum. Matthías Björgin er efstur í c-flokki (u15)

A-flokkur (u20)

FM Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2362) og Benedikt Briem (2149) tefla í efsta flokki og er Aleksandr stigahæstur keppenda. Benedikt er sjötti í stigaröðinni.

Sasha vann báðar sínar skákir og hefur 3 vinninga og er einn í 2. sæti. Fær í fyrramálið afar mikilvæga skák þegar hann teflir við norska FIDE-meistarann Shazil Shedzad (2265) sem hefur fullt hús  Benedikt átti ekki góðan dag og hefur 1½ vinning.

Chess-Results.

B-flokkur (u17)

Ingvar Wu Skarphéðinsson (2034) og Gunnar Erik Guðmundsson (1977) eru í miðjum hópi í sinum aldursflokki númer 6 og 7 í styrkleikaröð.

Ingvar Wu og Gunnar Erik áttu báðir fínan dag og fengu 1½ vinning.

Ingvar hefur 3 vinninga og er í 2.-3. sæti með 3 vinninga. Gunanr Erik hefur 2½ vinning og er í 4.-5. sæti.

Chess-Results.

C-flokkur (u15)

Matthías Björgvin Kjartansson (1735) og Mikael Bjarki Heiðarsson (1711) eru í 9. og 10. sæti í styrkleikaröðinni.

Samkvæmt skákstigum er þetta sá flokkur sem við vorum lakastir fyrir á stigum! Það er heldur betur ekki niðurstaðan! Eigum tvo efstu menn flokksins! Matthías er efstur með 3½ vinning og Mikael Bjarki er í 2.-3. sæti með 3 vinninga. Spennandi dagur framundan á morgun.

Chess-Results

D-flokkur (u13)

Í D-flokki er Josef Omarsson (1714) fjórði stigahæsti keppandinn en Sigurður Páll Guðnýjarson (1683) er númer sex.

Jósef fékk einn vinning í dag en Sigurður Páll átti ekki góðan dag. Jósef hefur 2 vinninga en Sigurður Páll 1½ vinning.

Chess-Results

E-flokkur (u11)

Í yngsta flokknum er Birkir Hallmundarson (1527) næst-stigahæstur keppenda en Tristan Fannar Jónsson (1216) er tíundi.

Báðir fengu 1 vinning í dag. Birkir hefur 2 vinninga en Tristan hefur fengið einn vinning á sína fyrsta Norðurlandamóti.

Chess-Results

Taflmennskan á morgun hefst kl. 6:30 í fyrramálið með fimmtu og síðustu umferð. Ritstjórn Skák.is viðurkennir að vera ekki vöknuð þá en mun örugglega fylgjast með síðari hluta umferðinnar sem og síðari umferðinni sem hefst kl. 11:30.

 

- Auglýsing -