Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga hefst í kvöld í Rimaskóla kl. 19. Skákdeild Fjölnis er í ansi góðum málum í úrvalsdeildinni þar sem tefld er tvöföld umferð. Fimm umferðum af tíu er lokið.
Skákdeild Fjölnis vann allar viðureignirnar í fyrri hlutanum og leiðir með 10 stig. Taflfélag Reykjavíkur er í öðru sæti með 7 stig og Víkingaklúbburinn í því þriðja með sex stig. Þessi þrjú félög berjast um titilinn í síðari hlutanum sem hefst í kvöld hlaupárdag, en lýkur á sunnudaginn.
Taflmennska í öðrum deildum hefst kl. 11 á laugardaginn.
Í öðrum deildum en úrvalsdeild eru tefldar sjö umferðir. Fjórum umferðum er lokið. Skákdeild Breiðabliks er í efsta sæti í 1. deild með fullt hús stiga og eru til alls líklegir til að endurheimta sæti sitt í deild þeirra bestu að ári. Skákfélag Akureyrar er í öðru sæti með 7 stig. Þessi lið mætast í síðustu umferð í viðureign sem gæti verið hrein úrslitaviðureign.
B-sveit Akureyringa er á toppnum í 2. deild með 7 stig, B-sveit KR og c-sveit Taflfélags Reykjavíkur eru í 2.-3. sæti með 6 stig.
B-sveit Fjölnis er í efsta sæti í 3. deild með 7 stig, Skákfélag Sauðárkróks í öðru sæti með 6 stig og Skákfélag Selfoss og nágrennis í því þriðja með 5 stig.
Skákfélagið Dímon er langefst í fjórðu deild með fullt hús stiga. B-sveit Vinaskákfélagsins, e-sveit KR og c-sveit Skákfélags Akureyrar eru í 2.-4. sæti með 6 stig.
ÚRVALSDEILD KVIKUDEILDIN
Fjölnismenn unnið allar sínar viðureignir og hafa 10 stig. TR og Víkingar þurfa að treysta á aðra og hreinsa í seinni hlutanum til að eiga möguleika. Garðbæingar þurfa að spýta vel í lófana í seinni hlutanum!
1. DEILD
Breiðablik með fullt hús en Akureyri með 7 vinninga. Þessar sveitir mætast í lokaumferðinni og verður það væntanlega hrein úrslitaviðureign um hvort liðið fer upp! Vinaskákfélagið virðist ætla að falla en þeir eiga bara efstu sveitirnar eftir, spurning hvaða lið fylgja því niður í 2. deild.
2. DEILD
SA-b hafa 7 stig, KR-b og TR-c hafa 6 stig en KR-b hafa betur á borðavinningum.
3. DEILD
Fjölnir-b hafa 7 stig og Sauðárkrókur hefur 6 stig. Goðinn „lúrir“ og búnir að tefla við allar efstu sveitirnar. Seinni hlutinn gæti orðið spennandi.
4. DEILD
Dímon hafa 8 stig og fara upp. Þrjú lið hafa 6 stig og ljóst að baráttan um að fara upp með Dímon verður hörð.