Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. mars. Töluverðar breytingar urðu á listanum aðallega þó vegna nýrra reglna. Öll stig undir 2000 skákstigum hækkuðum skv. reglunni (2.000-eigin skákstig)*0,4. Þannig hækkar skákmaður með 1000 stig í 1400 og maður með 1900 í 1940 skákstig. Nýtt lágmark skákstiga er nú 1400 í stað 1000.
Hjörvar Steinn Grétarsson er stigahæstur sem fyrr, Ágúst Ómar Einarsson er stigahæstur nýliða og Emilía Embla B. Berglindardóttir hækkar mest frá febrúar-listanum.
Topp 20
Litlar breytingar á toppnum þar sem stigahæstu menn landsins tefldu lítið í febrúar. Guðmundur Kjartansson hækkaði um 9 skákstig og mjakaði sér upp um tvö sæti.
Nýliðar
Hvorki fleiri né færri en sjö nýliðar eru á listanum. Eyjamaðurinn Ágúst Ómar Einarsson (1731) er þeirra stigahæstur en skammt undan eru Þingeyingarnir Ádám Ferenc Gulyás (1727) og Ingimar Ingimarsson (1688).
Mestu hækkanir
Emilía Embla B. Berglindardóttir (445) hækkaði mest allra og töluvert meira en formúlan að ofan segir til um.
Við ætlum þó að þessu sinni að aðeins að skoða þá sem eru yfir 2000 og hækka því ekki vegna reglubreytinga.
Þar er Gunnar Erik Guðmundsson (+32) hæstur. Olga Prudnykova (+16) og Ingvar Wu Skarphéðinsson koma næst.
Stigahæstu skákkonur landsins
Olga Prudnykova (2257) er langstigahæsta skákkona landsins. Í næstum sætum eru Lenka Ptácníková (2067) og Guðlaug Þorsteinsdóttir (2008).
Stigahæstu ungmenni landsins (u20)
Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2355) er langefstur sem fyrr. Í næstum sætum eru Benedikt Briem (2102) og Ingvar Wu Skarphéðinsson (2049). Mikael Bjarki og Matthías Björgvin hækka hressilega eftir mjög góða frammistöðu á NM og eru komnir á topp 10. Mun meira en hin sjálfkrafa hækkun gaf þeim.
Reiknuð mót
Eftirfarandi kappskákmót voru reiknuð
- Íslandsmót kvenna (landsliðs- og áskorendaflokkur)
- Íslandsmót öldunga (+65)
- Skákþing Reykjavíkur (8.-9. umferð)
- Skákþing Akureyrar (5.-7. umferð)
- Skákþing Vestmannaeyja
- Skákþing Goðans (riðlar og úrslitakeppni)
- Skákmót öðlinga (1.-2. umferð)
- Bikarsyrpa III
Nánari upplýsingar um öll reiknuð mót