Fjölnir er Íslandsmeistari skákfélaga! Það er ljóst þótt að enn sé tveimur umferðum er ólokið. Fjölnir vann Víkingaklúbbinn með minnsta mun, 4½-3½. Taflfélag Reykjavíkur og Víkingaklúbburinn berjast um silfrið en flest virðist benda til þess að Eyjamenn falli eftir tap gegn KR.
Einstaklingsúrslit
1. DEILD
Kapphlaut Breiðabliks og Skákfélags Akureyrar heldur áfram en báðar sveitirnar unnu 6-0. Þær mætast í lokaumferðinni. Vinaskákfélagið stefnir niður um deild en b-sveitir Víkinga og Garðabæinga berjast um að halda sér uppi.
2. DEILD
B-sveit Skákfélags Akureyrar er efst með 9 stig. B-sveit KR og c-sveit TR hafa 8 stig. Þessir þrjár sveitir berjast um keppnisrétt í 2. deild að ári.
C-sveit TG er kolfallin.
3. DEILD
B-sveit Fjölnis og Selfyssingar eru efstir með 7 stig. Þrjú lið hafa 6 stig svo baráttan er hörð um sæti í 2. deild að ári.
E-sveit TR er kolfallin.
4. DEILD
Dímon er með fullt hús á toppnum. Fjöldi sveita berjast um að fylla Hvolsvellingum upp í 3. deild.