Kristján Örn Elíasson hefur um margra mánaða skeið stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.
Í síðustu viku mætti fráfarandi, ritstjóri tímaritsins Skákar, Gauti Páll Jónsson, í Skipholtið.
Í kynningu um þáttinn segir meðal annars:
Gestur Kristjáns Arnar er Gauti Páll Jónsson ritstjóri tímairtsins Skákar. Ræddu þeir ákvörðun stjórnar Skáksambands Íslands um að leggja niður útgáfu tímaritsins, viðbrögð við því og hvað sé hægt að gera til að snúa þeirri ákvörðun við. Fóru þeir um víðan völl í viðtalinu, ræddu ungmennastarfið, HM ungmenna á Ítalíu, starfið í Taflfélagi Reykjavíkur og spáðu í síðari hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fer fram í Rimaskóla um helgina svo fátt eitt sé nefnt. En á endanum barst talið alltaf að tímaritinu Skák enda er það hinum unga ritstjóra kappsmál, og í raun allri skákhreyfingunni, að blaðið haldi áfram göngu sinni.
Meðal efnis í blaðinu:
- Skákskýringar frá Íslandsmeistara kvenna.
- Skákskýringar frá Íslandsmeistara í atskák.
- Skákannáll haustið 2023.
- Bókarkafli úr sögulegri skáldsögu um einvígið 1972.
- Elostigatölfræði íslenskra skákmanna 2023.
- Rokkað og rólað gegn Nimzanum.
- “Kynni mín af skák” eftir rithöfund sem kann ekki mannganginn.
- … og margt fleira …
Skilaboð frá ritstjóra: „Allir lausapennar blaðsins skrifa launalaust og flestar pizzur á matseðli Domino´s kosta meira en blaðið. Björgum blaðinu, kauptu blaðið!????“
Tímaritið Skák verður til sölu á Íslandsmóti skákfélaga í Rimaskóla um helgina. Aðrir sölustaðir eru Spilavinir, Bóksala stúdenta og Bókakaffið Ármúla.
Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn.
- Auglýsing -


















