Úrslit réðust í dag í öllum deildum á Íslandmóti Skákfélaga sem fram fór í Rimaskóla um helgina. Fyrir lokaumferðina var ljóst að Fjölnir yrði Íslandsmeistari í fyrsta sinn og það með töluverðum yfirburðum. Fór svo að Fjölnismenn unnu sigur í öllum tíu viðureignum sínum á Íslandsmótinu 2023/24.

Breiðablik náði í eftirsóknarvert sæti í úrvaldsdeild, Kvikudeildinni, eftir magnaða baráttu við Akureyringa í lokaumferðinni.

Risamyndaalbúm frá Hallfríiði Sigurðardóttur á Flicker

KVIKUDEILDIN

Fjölnismenn kláruðu svo sannarlega með stæl og tryggðu sér fullt hús í lokaumferðinni. Vestmanneyingar börðust fyrir lífi sínu í deildinni en mátt sín lítlls við ofurefilnu.

Sigurbjörn vann snaggarlegan sigur á Nökkva, týpísk skák fyrir dýnamískan stíl hans.

Jóhann Ingvason beit aðeins frá fyrir TV í síðustu skákinni til að klárast í úrvalsdeildinni.

97.Hg2 með leikþröng var síðasti leikur helgarinnar!

Mesta spennan var ef til vill baráttan um silfrið. Þar reyndust strákarnir í Taflfélagi Reykjavíkur sterkari. Raðsamið var um jafntefli en Frode Urkedal kom Víkingaklúbbnum yfir með stöðulegum kreystingingi gegn Guðmundi. Eftir stóðu aðeins skákir á sjöunda og áttunda borði og TR varð að ná í einn sigur og höfðu betra á báðum borðum. Sigur hjá Ingvari á 7. borði með svörtu réði úrslitum og silfrið í höfn hjá TR.

Fín skák hjá svörtum þar sem peði var fórnað fyrir langtímabætur og inn í endatafilð! Vextirnir reyndust í lokin allnokkrir og svarta staðan bar ávöxt.

Garðabær lagði KR-inga að velli. Frír vinningur á fjórða borði kostaði tap með minnsta mun. KR-ingar voru þó nokkuð öruggir með áframhaldandi veru í deildinni.

Fjölnismenn meistarar með glæsibrag eins og áður sagði. TR hirða silfrið en Víkingaklúbburinn brons. Vestmannaeyingar falla svo í 1. deild.

Fjölnismenn að taka við sigurlaununum
Strákarnir í Taflfélaginu

1. DEILD

Aðeins eitt lið fer upp í úrvaldsdeildina og því mikið undir í viðureign Breiðabliks og SA í lokaumferðinni. Eftir magnaða baráttu fóru leikar 3-3 sem nægði Breiðablik til að fara upp. Bárður Örn Birkisson tryggði úrvaldsdeildarsætið með því að leggja Arnar Þorsteinsson að velli í mikilli baráttuskák þar sem allt var skilið eftir á dúknum!

Brattir Blikar
Tvíburarnir með sigurlaun Blika
Akureyringar voru ansi nærri ví að komast upp en enduðu á að fá silfrið

Víkingaklúbburinn b-sveit og Vinaskákfélagið falla niður í 2. deild.

1. deildin á Chess-Results

2. DEILD

Baráttan í 2. deild var einstaklega hörð. Skákdeild KR b-sveit rétt hafði gullið með því að merja 3,5-2,5 sigur í lokaumferðinni. Akureyri b-sveit missti sína viðureign í 3-3 jafntefli sem dugði til að fara upp um deild en kostaði gullið. TR-d og TG-c detta niður í 3.deild.

2.deild á chess-results

3. DEILD

Skákdeild Fjölnis b-sveit og SSON a-sveit stóðu vaktina í lokaumferðinni og unnu bæði stóra og sannfærandi sigra sem tryggja þeim upp. Fjölnismenn taka gullið í 3.deildinni á oddastigum. SSON-b sveit fylgja TR-e niður í 4. deild.

Sigursveit Fjölnis-b

3.deild á chess-results

4. DEILD

Dímon enduðu í efsta sæti enda höfðu þeir tryggt það fyrir lokaumferðina. KR-d sveit skemmdi hinisvegar parýtið með því að koma í veg fyrir að þeir næðu fullu húsi. Óvæntur 3,5-2,5 sigur hjá KR-d kom í veg fyrir það. Sigurinn dugði KR-d næstum til að komast upp en því miður náðu fyrir þá stóðu SA-c sína vakt, taka silfrið og fara upp með Dímon.

Meðlimir úr sigursveit Dímon

4. deildin á chess-results

 

- Auglýsing -