Páskahraðskákmóti TR fór fram í dag og það var sjálfur formaðurinn, Gauti Páll Jónsson, sem varð hlutskarpastur.

Alls mættu 25 keppendur til leiks og tefldar voru 11 umferðir. Gauti Páll endaði með 9 vinninga og varð ofar þremur skákmönnum sem enduði með 8 vinninga.

Eftir stigaútreikninga endaði Sverrir Örn Björnsson í öðru sæti og Daði Ómarsson í því þriðja.

Theodór Eiríksson hlaut unglingaverðlaun.

Allir fara vinningshafarnir heim með gómsæt páskaegg!

Mótið á chess-results

- Auglýsing -