Dagur Ragnarsson Fjölnismaður (Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir)

Það styttist í landsliðsflokk Skákþings Íslands 2024 verður haldinn í Mosfellsbæ 16.-28. apríl nk. Mótsstaður verður Íþróttamiðstöðin Kletti (Golfskálinn við Hlíðarvöll).

Smá breytingar hafa orðið á keppendalistanum. Alþjóðlegi meistarinn Dagur Ragnarsson tekur sæti Jóhanns Hjartarsonar sem þurfti að draga sig út.

Eftirtaldir taka þátt.

 1. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2530) – skákstig
 2. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2481) – landsliðsflokkur 2023
 3. GM Helgi Áss Grétarsson (2477) – skákstig
 4. GM Héðinn Steingrímsson (2477) – skákstig
 5. GM Guðmundur Kjartansson (2465) – landsliðsflokkur 2023
 6. GM Vignir Vatnar Stefánsson (2464) – landsliðsflokkur 2023
 7. GM Bragi Þorfinnsson (2397) – áskorendaflokkur 2023
 8. FM Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2365) – boðssæti
 9. IM Hilmir Freyr Heimisson (2355) – ungmennameistari 2023
 10. IM Dagur Ragnarsson (2337) – boðssæti
 11. WIM Olga Prudnykova (2257) – Íslandsmeistari kvenna 2023
 12. CM Bárður Örn Birkisson (2189) – áskorendaflokkur 2023

Meðalstig eru 2399 skákstig.

- Auglýsing -