Það var fjör í Dublin hjá Goðverjum og Skagfirðingum. Mynd: Heimasíða Goðans.

Þá er Opna alþjóðlega mótinu í Dublin lokið og má segja að Íslensku keppendurnir get gengið sæmilega sáttir frá borði. 116 keppendur tóku þátt í mótinu og tefldar voru 7 umferðir á 4 dögum í öllum flokkum. Fyrirfram var ekki búist við að nokkur Íslensku keppendana yrðu í baráttunni um verðlaunasæti enda ferðin fyrst og fremst hugsuð til þess að hafa gaman og tefla við andstæðinga sem við höfðum aldrei teflt við áður og ólíklegt að við mætum þeim aftur síðar. Þó er aldrei að vita.

Erlingur Jensson komst næst því að vinna til verðlauna í 40+ flokknum þar sem hann endaði í 5. sæti með 4 vinninga. Hermann Aðalsteinsson fékk 3,5 vinninga og varð í 9. sæti í flokknum. 18 keppendur tefldu í 40+ flokknum.

77 keppendur tóku þátt í opna flokknum og náði Adam Ferenc Gulyas bestum árangri Íslendingana á sínu fyrsta skákmóti á erlendri grund og sínu fyrsta skákmóti sem ekki var innanfélagsmót hjá Goðanum. Adam fékk 4 vinninga og endaði í 26. sæti. Unnar Ingvarsson, Smári Sigurðsson og Kristján Ingi Smárason röðuðu sér svo í sæti 40-42 með 3,5 vinninga. Margir krakkar og unglingar tefldu í opna flokknum sem reyndust okkar keppendum erfiður ljár í þúfu á köflum. Opni flokkurinn

Í 65+ flokknum tefldu þeir nafnar Lárus Sólberg Guðjónsson og Lárus H Bjarnason. Lárus Sólberg var stigalægstur í flokknum en endaði í 14. sæti af 21 með 3 vinninga. Mjög vel gert hjá Lárusi sem mun hækka talsvert á stigum eftir mótið. Lárus H Bjarnason endaði í 17. sæti með 2,5 vinninga.

Notkun Íra á chess-results er ansi mikið frábrugðin því sem við þekkjum hér heima og ekki er hægt að sjá hversu mikið okkar menn bæta við sig af skákstigum eða missa stig eftir atvikum. Þó er líklegt að Lárus Sólberg hækkar mest eftir mótið. Eins er líklegt að Adam Ferenc Gulyas hækki talsvert. Erlingur og Hermann hækka líklega eitthvað líka. Líklega missa aðrir keppendur einhver stig.

Efstu 8 boðin í opna flokknum og 4 efstu í 40+ og 65+ flokknum voru alltaf í beinni útsendingu á netinu. Erlingur, Hermann, Unnar og Lárus Sólberg tefldu skákir í beinni. Hægt er að skoða skákirnar hér

Hér fyrir neðan er hægt að skoða nokkrar myndir frá mótinu sem Anna Katrín Arnfinnsdóttir tók og Hermann.

Smári Sigurðsson
Smári Sigurðsson
Erlingur og Hermann
Adam Ferenc Gulyas og Unnar í baksýn

 

Lárus H Bjarnason
Unnar Ingvarsson
Erlingur Jensson
Lárus Sólberg. Því miður náðist ekki mynd af honum í Dublin.
- Auglýsing -