Talsvert er orðið síðan Íslandsmót framhaldsskólasveita hefur verið haldið. Mótið var endurvakið í gær og fór fram í húsi Máls og Menningar við Laugaveg. Það voru Stefán Bergsson og Helgi Ólafsson sem áttu heiðurinn að endurvakningu þessarar keppni.

Alls mættu sex sveitir til leiks og teflt var allir við alla. Ákveðinn kaffihúsabragur var á mótinu enda teflt á kaffihúsi og auk þess var farið í gamla skólann og handskrifuð mótstafla hengd upp á vegg!

Framan af virtist MK ætla að ná að hanga í sveit MR og náðu að einhverju leiti að gera það en að lokum endaði MR með 17.5 vinning og höfðu 2.5 vinningi meira en MK í öðru sæti.

Sveit MR var mjög sterk en hana skipuðu:

  1. Ingvar Wu Skarphéðinsson 3.5 af 5
  2. Gunnar Erik Guðmundsson 5 af 5
  3. Þorsteinn J Þorsteinsson 5 af 5
  4. Iðunn Helgadóttir 4 af 5

Stemmning á skákstað var skemmtileg og mótið vonandi komið til að vera aftur!

- Auglýsing -