Seinni hluti Áskorendamótsins í Toronto fer skemmtilega af stað. Ian Nepomniachtchi var einn efstur fyrir umferðina en mistókst að leggja Abasov með hvítu mennina í lengstu skák umferðarinnar. Þetta nýtti Gukesh sér og lagði Vidit að velli með svörtu. Nakamura virðist hafa hafið gagnsókn sína og lagði landa sinn Caruana að velli og færist nær efstu mönnum.
Praggnanandhaa og Firouzja komust aldrei á flug í sinni skák og fljótlega eftir miðtaflið stefndi allt í eyðimerkur-uppskipti. Jafntefli sem var aldrei á leiðinni neitt annað.
The highly anticipated match between the young talents ???????? Praggnanandhaa R (2747) and???????? Alireza Firouzja (2760) ended in a draw despite the expectations of a decisive outcome.
Round 8 #FIDECandidates???? Michal Walusza pic.twitter.com/724JXgP2TO
— International Chess Federation (@FIDE_chess) April 13, 2024
Hikaru Nakamura gerði sér greinilega grein fyrir því að hann þyrfti að ná í vinninga með hvítu til að gera atlögu að því að komast í heimsmeistaraeinvígið. Hann réðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en hann tefldi við stigahæsta keppandann, Fabiano Caruana. Caruana virtist að einhverju leiti fara á taugum í tímahraki en á móti virtist Nakamura tefla mjög góða og þétta skák og setti jafnt og þétt erfiðara pressu á samlanda sinn sem bognaði undan pressunni.
Naka virðist þó vera með tak á Caruana með hvítu en þetta var þriðji sigur hans í röð með hvítu gegn Fabi.
More drama in Round 8 of the #FIDECandidates ????
???????? Hikaru Nakamura (2789) defeats ???????? Fabiano Caruana (2803).The commentators added that it’s the third consecutive win for Hikaru, with white, against Fabiano.
???? Michal Walusza pic.twitter.com/6Goq879zMU
— International Chess Federation (@FIDE_chess) April 13, 2024
Skýringar Nakamura
Dommaraju Gukesh var fljótur að jafna sig á tapinu gegn Firouzja í sjöundu umferð og náði í stóran og mikilvægan sigur með svörtu mönnunum. Vidit virist missa fótana snemma í miðtaflinu og b5 og leikir hans í kjölfarið gáfu svörtum yfirráð á a-línunni og eftir það tók Gukesh aldrei fótinn af bensíngjöfinni og vann örugglega.
Mátsókn hans í lokin var skemmtileg og ekki oft sem stórmeistarar á efsta stigi skákarinnar eru nánast klossmátaðir. Vidit gafst upp þegar það var einn leikur í mátið.
???????? Gukesh D (2743) makes a comeback, defeating ???????? Vidit Santosh Gujrathi (2727). Gukesh capitalized on the open a-file, infiltrating Vidit's territory and pressuring his king to seek escape.
After this win, Gukesh expressed his happiness in playing a good game and coming back… pic.twitter.com/Dul0v69LQy
— International Chess Federation (@FIDE_chess) April 13, 2024
Sigur Gukesh kom honum í efsta sætið þar sem Nepo mistókst að leggja Abasov að velli með hvítu mönnnum. Nepo virtist fá góð færi en Abasov hélt einbeitingu og náði að verjast í endatafli peði undir.
Ian Nepomniachtchi (2758) and ???????? Nijat Abasov (2632) settled for another draw in their second encounter of the event.
Round 8 #FIDECandidates???? Maria Emelianova pic.twitter.com/AikmO8j7iD
— International Chess Federation (@FIDE_chess) April 14, 2024
Þessi úrslit þýða að Nepo og Gukesh hafa 5 vinninga í efsta sæti en nú eru það Nakamura og Pragga sem eru hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Caruana þarf að finna eitthvað blóðbragð til að koma sér almennilega í gang áður en það verður of seint.
Standings | After Round 8 | #FIDECandidates
Ian Nepomniachtchi & ???????? Gukesh D are co-leaders with a score of 5/8. pic.twitter.com/eDHvFt7zi2
— International Chess Federation (@FIDE_chess) April 14, 2024
Standings | After Round 8 | Women’s #FIDECandidates
Aleksandra Goryachkina, ???????? Lei Tingjie & ???????? Tan Zhongyi are joint leaders with a score of 5/8. pic.twitter.com/2UvyjFnyGJ
— International Chess Federation (@FIDE_chess) April 14, 2024
Áfram er haldið með 9. umferð á morgun, 10. umferð á mánudag og svo er annar frídagur.
Ýmsar leiðir eru til að fylgjast með:
- Streymi blandað hjá FIDE YT Anand/Krush
- Streymi á opna Chess24 Hess/Leko/Howell
- Streymi á kvennamótið Chess.com| Twitch
Ýmsar rásir bjóða upp á samantekt (recaps) og annað efni.
- Youtube rás Hikaru Nakamura þar sem hann fer yfir skák hverrar umferðar!
- Gothamchess vinsælasta YT-rásin með næstum 5 milljón fylgjendur er með recaps
- Daniel King (PowerPlayChess) tekur eina skák í umferð í báðum flokkum, mjög dipló!
- Agadmator „klikkar“ í gegnum einstaka skákir með hjálp tölvuforrita
- St. Louis skákklúbburinn Recaps og allskonar vídeó (viðtöl o.fl.)