Íslandsmótið í skák hófst í dag í íþróttamiðstöðinn Klett, Æðarhöfða 36 í Mosfellsbæ.

Regina Ástvaldsdóttir, bæjarastjóri Mosfellsbæjar, setti mótið lék fyrsta leikinn fyrir Íslandsmeistarann Vignir Vatnar Stefánsson í skák hans gegn Aleksandr Domalcuk-Jonasson.

Keppendalistinn

  1. Hjörvar Steinn Grétarsson (2518), stórmeistari
  2. Héðinn Steingrímsson (2502), stórmeistari
  3. Hannes Hlífar Stefánsson (2493), stórmeistari
  4. Guðmundur Kjartansson (2480), stórmeistari
  5. Helgi Áss Grétarsson (2468), stórmeistari
  6. Vignir Vatnar Stefánsson (2469), stórmeistari
  7. Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2368), alþjóðlegur meistari
  8. Hilmir Freyr Heimisson (2361), alþjóðlegur meistari
  9. Dagur Ragnarsson (2333), alþjóðlegur meistari
  10. Olga Prudnykova (2263), alþjóðlegur meistari kvenna
  11. Bárður Örn Birkisson (2169), kandídatameistari
  12. Lenka Ptácníková (2127), stórmeistari kvenna
- Auglýsing -