Áskorendamótið ætlar að verða yfirgengilega spennandi. Efstu menn gerðu jafntefli en Bandaríkjamennirnir Caruana og Nakamura nýttu sér það og unnu sínar skákir og færðust nær efstu mönnum, eru nú aðeins hálfum vinningi á eftir Nepo og Gukesh.
Stærsta saga níundu umferðar var stóra „skómálið“
Við minntumst á þetta í gær og tíst Alireza á X:
shameful action by the chief arbiter Marghetis towards me during the game.
Middle of the game in the most intense moment when i was walking during ian move, chief aribiter , came to me and told me to not walk anymore because my shoe is making noise on the wooden floor, 1/2— Alireza Firouzja (@AlirezaFirouzja) April 14, 2024
Yfirdómari mótsins svaraði á rólyndisnótum og útskýrði sína hlið málsins.
Miðað við sögu Alireza af því að kenna öðrum um verður að taka dómarann trúanlegri að þessu sinni. Frægt er þegar Alireza féll á tíma gegn Carslen 2019 í Heimsmeistaramótinu í hraðskák og sendi inn kvörtun þar sem hann sakaði Magnus um allskonar hluti sem allir höfðu sér enga stoð í veruleikanum og það sem átti sér stoð var ýkt bæði í umfangi og tíma.
Firouzja-feðgarnir virðast hafa allt niðrum sig en í útsendingu 10.umferðar í dag kom pabbi Alireza í viðtal þar sem honum hafði verið vísað burt úr keppnissal. Hér er hluti af viðtalinu:
Allt hið furðulegasta en færum okkur yfir í umferð dagsins.
Mikilvægasta skák dagsins var vafalítið viðureign efstu manna, Nepomniachtchi með hvítt gegn Dommaraju Gukesh. Gukesh kom Nepo vafalítið á óvart í byrjuninni og leitaði í smiðju Björns Þorfinnssonar og tefldi Cozio-afbrigðið í Spánverjanum! Þó eftir að hafa leikið 3…a6 fyrst. Merkilegt nokk hafa allavega tvær skákir teflst í þessu afbrigði í kvennaflokki önnur með 3…a6 fyrst og hin með 3…Rge7.
Gukesh komst vandræðalaust í gegnum byrjunina og snemma í miðtaflinu náði hann að jafna taflið og einfalda það mikið að hann var aldrei í neinni hættu. Fín úrslit fyrir mótið og sérstaklega Gukesh með svörtu. Allt er nú galopið fyrir lokaumferðirnar fjórar.
We have our first result from Round 10! #FIDECandidates
The game between the two co-leaders, the very experienced Ian Nepomniachtchi (2758) and 17-year-old ???????? Gukesh D (2743), concludes in a draw.???? Michal Walusza pic.twitter.com/iuF5m10Jjz
— International Chess Federation (@FIDE_chess) April 15, 2024
Nokkuð róleg skák varð á milli Indverjanna Praggnanandhaa og Vidit. Hér var tækifæri fyrir báða að koma sér í betri stöðu en eftir Berlínarvörn kom drottningarlaust miðtafl með mislitum biskupum þarsem báðir höfðu öll peðin sín á gagnstæðum lit við eigin biskup. Af þessum sökum hafði hvorugur biskupinn línur til að vinna með og ljóst í hvað stefndi í annars lokaðri stöðu.
???????? Praggnanandhaa R (2747) and ???????? Vidit Santosh Gujrathi (2727) draw their game after playing a very balanced game.
???? Michal Walusza pic.twitter.com/BaMRbK2kxv
— International Chess Federation (@FIDE_chess) April 15, 2024
Þessi jafntefli hjá efstu mönnum opnuðu dyrnar fyrir Bandaríkjamennina sem hafa haft hægt um sig miðað við getu það sem af er. Nakamura stökk á tækifærið og lagði Nijat Abasov að velli.
Nakamura virtist fá fínt tafl framan af en missti tökin í miðtaflinu og var komin með ívið verra ef eitthvað var. Þá lék Abasov af sér…
36…De7? var ekki góður (36…Bc7 var betrii) 37.Be5 fylgdi í kjölfarið og svo kom Rg3 sem vann skiptamun og eftirleikurinn auðveldur. Mikilvægur sigur hjá Nakamura.
???????? Hikaru Nakamura (2789) secures a crucial victory against ???????? Nijat Abasov (2632) in an eventful game. This win is important as it puts Nakamura back in contention, trailing just half a point behind the leaders.
Round 10 #FIDECandidates
???? Maria Emelianova pic.twitter.com/tWiiuc0kyM— International Chess Federation (@FIDE_chess) April 15, 2024
Fabiano Caruana gerði eins og Nakamura, náði í mikilvægan sigur. Caruana mætti vandræðapésanum Firouzja sem virðist vera með hugann við allt annað en skákina á þessu móti.
Caruana tefldi hrókur g1 gegn Najdorf og ætlaði sér greinilega stóra hluti. Fabi hefði getað fengið mjög vænlegt endtafl strax úr byrjuninni.
14.Bxe6 fxe6 15.e5! hefði sett svartan í vandræði þar sem 15…Rxe5 er svarað með 16.f4 og annars þarf svartur að taka á sig þrípeð og glataða peðastöðu. Það kom þó ekki að sök þar sem Caruana náði að vinna peð í miðtaflinu og sigla því heim af því öryggi sem maður á að venjast frá honum.
???????? Fabiano Caruana (2803) secures his second win of the event, defeating ???????? Alireza Firouzja (2760) in a very tough and complicated game. This win brings him back into the competition, as he is just half a point behind the leaders!
Vishy Anand remarked, “Maybe this is the lucky… pic.twitter.com/sGD588SqyT— International Chess Federation (@FIDE_chess) April 15, 2024
Úrslit dagsins:
Results | Round 10 | #FIDECandidates
???????? Pragganandhaa R ½-½ ???????? Vidit Santosh Gujrathi
???????? Hikaru Nakamura 1-0 ???????? Nijat Abasov
Ian Nepomniachtchi ½-½ ???????? Gukesh D
???????? Fabiano Caruana 1-0 ???????? Alireza Firouzja pic.twitter.com/r1r5kRO67B— International Chess Federation (@FIDE_chess) April 16, 2024
Staðan:
Standings | After Round 10 | #FIDECandidates
Ian Nepomniachtchi and ???????? Gukesh D are co-leaders after 10 rounds. They are closely followed by a pack of 3 tailing by half a point, ???????? Fabiano Caruana, Praggnanandhaa R and ???????? Hikaru Nakamura. pic.twitter.com/ArzjMl82yD
— International Chess Federation (@FIDE_chess) April 16, 2024
Með fjórar umferðir eftir eiga sex skákmenn möguleika á efsta sæti en fimm efstu verða að fá bestu möguleikana. Á morgun er frídagur en í 11. umferðinni fá við aldeilis veislu! Allir sex efstu mætast innbyrðis og línur gætu skýrst allverulega á miðvikudaginn!
Standings | After Round 10 | Women’s #FIDECandidates
???????? Lei Tingjie and ???????? Tan Zhongyi take the joint lead once again after 10 rounds. pic.twitter.com/BUxUOalHPu
— International Chess Federation (@FIDE_chess) April 16, 2024
Í kvennaflokki hafa þær kínversku vinningsforskot á þær rússnesku.
11.umferðin er á miðvikudag eins og áður sagði og frídagur á þriðjudeginum.
Ýmsar leiðir eru til að fylgjast með:
- Streymi blandað hjá FIDE YT Anand/Krush
- Streymi á opna Chess24 Hess/Leko/Howell
- Streymi á kvennamótið Chess.com| Twitch
Ýmsar rásir bjóða upp á samantekt (recaps) og annað efni.
- Youtube rás Hikaru Nakamura þar sem hann fer yfir skák hverrar umferðar!
- Gothamchess vinsælasta YT-rásin með næstum 5 milljón fylgjendur er með recaps
- Daniel King (PowerPlayChess) tekur eina skák í umferð í báðum flokkum, mjög dipló!
- Agadmator „klikkar“ í gegnum einstaka skákir með hjálp tölvuforrita
- St. Louis skákklúbburinn Recaps og allskonar vídeó (viðtöl o.fl.)