Flestir keppendur Landsmótsins. Mynd: Daði Óm.

Reykjavíkurmót í skólaskák fer fram mánudaginn 22. apríl í Taflfélagi Reykjavíkur að Faxafeni 12.

Teflt verður í einstaklingsflokkum 1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur. Keppnisrétt hafa þeir krakkar í reykvískum grunnskólum sem teflt hafa með a-sveit síns skóla í einhverri af sveitakeppnum þessa skólaárs. Auk þess hafa allir krakkar úr reykvískum skólum, og með skákstig, keppnisrétt. Telji skákkennarar/aðstandendur einhverja sem falla ekki undir ofangreind skilyrði eiga erindi á mótið er velkomið að senda fyrirspurn á mótsstjóra Gauta Pál Jónsson. 

1.-4. bekkur: 16:00 – 18:00

5.-7. bekkur: 18:30-20:30

8.-10. bekkur 18:30-20:30 (samtímis 5.-7. bekk)

ATH: Mæting og staðfesting þátttöku er í síðasta lagi 10 mínútum áður en mótið hefst.

Umferðarfjöldi og tímamörk verða endanlega ákveðin þegar skráning liggur fyrir en má gera ráð fyrir 7 umferðum í hverjum flokki með umhugsunartíma 7 03.

Skráningarfrestur er til 22:00 sunnudaginn 21. apríl 

Efstu þrjú í hverjum flokki hljóta keppnisrétt á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer á Akureyri, sjá hér

Skráningarform

Þegar skráðir

 

- Auglýsing -