Þann 17-19 apríl fór fram Skólaskákmót Kópavogs. Allir sem ganga í skóla í Kópavogi höfðu rétt á þátttöku á þessu móti. Þetta mót hefur aftur verið endurvakið eftir um nokkurra ára hlé og á eflaust eftir að vaxa hratt á næstum árum.

Mótshaldari var Skákdeild Breiðabliks og fór mótið fram í glæsilegri aðstöðu þeirra í  Breiðabliks stúkunni.

Mótið fór fram á skólatíma og voru hátt í 90 keppendur skráðir. Að þessu sinni var teflt í sjö aldurs flokkum og samtímis þess var teflt um sæti á landsmóti í skólaskák sem fram fer á Akureyri í maí.

Fyrst var teflt í flokki 5-7 bekkjar sem var einnig fjölmennasti flokkurinn. Efstu tvö sætin gáfu keppnisrétt á landsmótinu í skólaskák. Hörð barátta var um verðlaunasæti en á endanum var það Sigurður Páll Guðnýjarson sem sigraði félaga sína úr Lindaskóla og leyfði aðeins eitt jafntefli í lokin gegn Nökkva Hólm. Engilbert og Birkir fengu síðan báðir 5 vinninga en Engilbert reyndist vera með hærri mótstig.

  1. Sigurður Páll Guðnýjarson 5.5
  2. Engilbert Viðar Eyþórsson 5
  3. Birkir Hallmundarson 5

Næsti flokkur var annar bekkur þar sem sex keppendur voru skráðir til leiks. Eftir 4.umferðir voru komin úrslit.

1. Viktor Motybel 4

2. Þorgrímur Aðalgeirsson 3

3. Stígur S. Steinþórsson 2

 

Í flokki fyrsta bekkjar var aðeins einn keppandi skráður til leiks. Fékk hann að tefla eina skák við dómara mótsins og náði að máta hann á skemmtilegan hátt. Fyrir það fékk hann viðurkenningu.

  1. Valdimar Arnórsson

Fimmtudaginn fór fram 8-10 bekkjar flokkur þar sem tefldar voru sex umferðir. Tvö efstu sætin í þessum flokki gáfu keppnisrétt á landsmótinu. Stigin réðu í þessum flokki og sigraði Mikael Bjarki Heiðarsson nokkuð sannfærandi með fullt hús. Á eftir honum komu síðan Guðrún Fanney með 5. vinninga og Jóhann Helgi með 4. vinninga.

  1. Mikael Bjarki Heiðarsson 6
  2. Guðrún Fanney Briem 5
  3. Jóhann Helgi Hreinsson 4

Í fjórða bekkja mótinu voru tefldar fimm umferðir. Efstu tvö sæti gáfu keppnisrétt á landsmótinu. Sigurvegarinn var að þessu sinni Nam sem vann allar sínar skákir. Valur Ari og Dawid Berg komu síðan báðir jafnir með 4 vinninga en Valur reyndist vera yfir á stigum

  1. Liam Nam Tran 5
  2. Valur Ari Viggóson 4
  3. Dawid Berg Charzynski 4

Síðasta flokkur dagsins var þriðjar bekkjar flokkurinn þar sem tefldar voru 5 umferðir.

Í þriðja bekkjar flokknum var það Dawid Berg sem sigraði sinn flokk með 5. vinninga. Elvar Kristleifsson og Marey Kjartansdóttir fengu síðan bæði 4 vinninga en Elvar var með hærri mótsstig.

 

  1. Dawid Berg Charzynski 5
  2. Elvar Kristleifsson 4
  3. Marey Kjartansdóttir 4

Á lokadegi mótsins fór fram stúlkna flokkur 5-10 bekkjar. Þar voru mættar 15 stelpur og tefldar 6 umferðir. Guðrún Fanney Briem vann örugglega með fullu húsi.  Þórhildur Helgadóttir kom síðan á eftir með 5 vinninga. Eftir þeim komu Halldóra Jónsdóttir,  Sóley Una Guðmundsdóttir og Laufey Kara Kjartansdóttir allar með 4 vinninga en Halldóra var hærri á stigum.

  1. Guðrún Fanney Briem 6
  2. Þórhildur Helgadóttir 5
  3. Halldóra Jónsdóttir 4

Skákdeild Breiðabliks þakkar öllum keppendum fyrir þátttöku. Öll úrslit mótins er hægt að skoða á Chess-results

- Auglýsing -