Íslenski hópurinn á Deltalift Open

Þrettán liðsmenn Skákdeildar Breiðabliks taka þátt í skákhátíðinni Deltalift Open sem fram fer í Halmstad í Svíþjóð dagana 9.-11. maí.

Fulltrúar Breiðabliks á mótinu eru:

Open
Birkir Hallmundarson
Engilbert Viðar Eyþórsson
Guðrún Fanney Briem
Markús Orri Jóhannsson
Sigurður Páll Guðnýjarson
Örvar Hólm Brynjarsson

u1600
Aðalsteinn Egill Ásgeirsson
Halldóra Jónsdóttir
Hallur Steinar Jónsson
Hrannar Már Másson
Nökkvi Hólm Brynjarsson
Viktor Eyþórsson
Þórarinn Víkingur Einarsson

Þjálfari hópsins er Björn Ívar Karlsson yfirþjálfari Skákdeildar Breiðabliks.

Tefldar verða átta umferðir, þar af fjórar atskákir (30+12) og fjórar kappskákir (90+30). Mótið er tvískipt en annars vegar er boðið upp á opinn flokk og hins vegar u1600 stiga flokk. Teflt er í stórum sal á Hotel Tylösand og eru aðstæður með besta móti. Sýnt er beint frá efstu borðum í báðum flokkum.

Skáksalurinn er rúmur og góður og útsýnið fallegt – Mynd: Guðný Sigurðardóttir

Að loknum fyrsta keppnisdegi, þar sem tefldar voru fjórar atskákir, er Örvar Hólm Brynjarsson efstur Íslendinganna í opnum flokki með 2 vinninga. Í u1600 stiga flokknum hafa Nökkvi Hólm, Hallur Steinar, Aðalsteinn, Hrannar Már, Halldóra og Þórarinn Víkingur hafa öll einnig 2 vinninga.

Liðsfundur fyrir 1. umferð – Mynd: Guðný Sigurðardóttir

Félagarnir Örvar Hólm og Birkir voru verðlaunaðir að loknum fyrstu og annarri umferð eftir að hafa unnið óvæntustu sigra umferðanna í skákum þar sem munaði mestu á skákstigum keppenda. Örvar vann David Green (1851) og Birkir vann Magnus Lindhe (2052).

Þeir hlutu að launum eintak af bókinni Fire on board eftir Alexei Shirov en þeim til mikillar skelfingar kom í ljós að eintökin þeirra heita Brettet brenner og eru á sænsku.

Félagarnir Örvar Hólm og Birkir með verðlaunin – Mynd: Guðný Sigurðardóttir
Mótið heldur áfram kl. 8 að íslenskum tíma á morgun, föstudag, þegar 5. umferð fer fram.
Áfram verður sagt frá gengi Blikanna hér á skák.is.

Pörun og úrslit í Deltalift Open
Pörun og úrslit í u-1600
Beinar útsendingar

- Auglýsing -