Alþjóðlegi meistarinn Dagur Ragnarsson (2328) kláraði Boðsmót TR með fullu húsi. Dagur hafði þegar tryggt sér sigur fyrir lokaumferðina en í henni mætti hann Akureyringnum efnilega Markúsi Orra Óskarssyni. Arnar Milutin Heiðarsson tryggði sér annað sætið og Gauti Páll Jónsson tók 3. sætið á oddastigum.
Dagur þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum gegn Markúsi sem mætti mjög vel undirbúinn til leiks. Í 18. leik hafði Markús 1:36 á klukkunni en Dagur var þá þegar kominn klukkutíma eftirá á klukkunni!
Svartur jafnar taflið í þessu afbrigði af Dubov-Tarrasch en hér hefði Markús átt að tefla gegn hvíta riddaranum á b3 sem á fáa reiti og leika 20…c5. Þess í stað kom 20…Bxb3 sem einfaldar hvítum verkefnið. Dagur hefði átt að enda peði yfir en náði að trikka annað peð af Markúsi og tók hróksendataflið.
Arnar tryggði sér annað sætið með sigri á Sigurbirni Hermannssyni. Arnar þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum í baráttuskák en eins og hjá Markúsi komu mistök í endataflinu.
39.Hh5? var röng ákvörðun, endataflið er koltapað en 39.Hd5 hefði gert svörtum erfðiðara um vik að klára dæmið.
Gauti Páll stal þriðja sætinu með snörpum sóknaraðgerðum gegn Sverri Hákonarsyni.
Úrslit lokaumferðar
Lokastaðan