Íslenska liðið kom sterkt til baka eftir tapið gegn Englendingum í gær. Þeir unnu 3-1 sigur á þýskri sveit og hefði munurinn hæglega getað orðið meiri. Toppurinn þéttist töluvert þar sem babb kom í bátinn hjá Englendingum sem lutu í dúk gegn Ungverjum!
Jóhann Hjartarson gaf tóninn með því að leggja IM Crisof Sielecki (ChessExplained á YouTube) að velli. Jóhann yfirspilaði Sielecki í sikileyarvörn gegn drekauppstillingu Þjóðverjans. Sielecki fórnaði skiptamun en það dugði ekki til og Jóhann endaði skákina með því að nýta sér skemmtilega leppun.
26.Hxf5 Dxh6 26.Hxd5 og Sielecki lagði niður vopn.
Þröstur gerði jafntefli í sinni skák en var að yfirspila andstæðing sinn. Smá einbeitingarleysi í úrvinnslunni kostaði jafntefli.
Hér hefði 46…Bc6 með hugmyndinni …Ba4 dugað til vinnings. Þröstur ákvað að skjóta inn 46…Hxh4? sem hótar máti á h1. Tempóið var þó dýrt því eftir 47.f3 Hd4 á hvítur skjóta leið fyrir kónginn á e3 og nær að hanga á endataflinu.
Björgvin lenti í minni háttar óþægindum í byrjuninni og þurfti að troða riddara sínum í hornið á h1. Hann var þó fljótur að vinna sig úr því og fékk þægilegri stöðu með biskupaparið. Pressan var aldrei nægjanleg til að búa til vinningsfæri en jafnteflið alltaf öruggt.
Loks vann Ágúst Sindri nokkuð auðveldan sigur á fjórða borði sem virtist aldrei í hættu.
Ágætis sigur en spurning í hvað hann dugar. Englendingar töpuðu óvænt gegn Ungverjum og allt í einu er toppurinn mjög jafn.
Emms lét svíða sig í þessari stöðu. Svartur ætti að halda velli en Emms fór á flakk með hrókinn og Csiszar náði að fórna skiptamun fyrir tvö peð og landa sigri í 113 leikjum!
Staðan:
Englendingar ættu enn að hafa sigur þar sem þeir eru með bestu oddastigin. Nú þurfa þeir hinsvegar að vinna í lokaumferðinni. Vondi fréttirnar fyrir Íslendinga í 4. sæti eru að allar toppsveitirnar hafa mæst innbyrðis og því fá efstu þrjár sveitirnar nokkuð létta andstæðinga á pappír. Það er einna helst að Slóvakar gætu strítt Ungverjum. Ítalir ættu að vinna Hollendinga og England mætir England II.
Íslendingar verða því bara að gera sitt, leggja lið Dana að velli og vona að það dugi til að læðast í bronsið.
Lið Dana:
Ef allter eðlilegt eiga Íslendingar að vinna Dani. Nú er bara að treysta á Slóvakana!
Tefldar eru 9 umferðir á mótinu og er íslenska liðið nokkuð þétt, skipað þremur stórmeisturum og númer 3 í styrkleikaröðinni.
Lið Íslands skipa:
- GM Jóhann Hjartarson (2453)
- GM Margeir Pétursson (2407)
- GM Þröstur Þórhallsson (2383)
- IM Björgvin Jónsson (2314)
- FM Ágúst Sindri Karlsson (2228)
Liðsstjóri er Jón Gunnar Jónsson.