Íslenska liðið gerði sitt og lögðu danska liðið að velli 3,5-0,5 í lokaumferðinni á Evrópumóti 50+. Því miður dugði það ekki til þar sem að liðin í efstu þremur sætunum unnu öll sína leiki og því endaði íslenska liðið í 4. sæti.
Jóhann setti tóninn með góðum sigri með svörtu mönnunum.
Margeir vann nokkuð hreinan sigur með hvitu mönnunum. Segja má að hann hafi teflt hálfgerðan Maroczy með skiptum litum, byrjun sem hann þekkir betur en flestir.
Þröstur samdi tiltölulega stutt með svörtu
Björgvin vann auðveldan sigur, svartur féll í nokkuð þekkt trikk og Björgvin náði hálfgerðri módelskák á hvítt.
Fínn sigur en dugði ekki til að þessu sinni
Lokastaðan:
Englendingar höfðu þetta að lokum og sigur þeirra líklegast sanngjarn, lögðu okkar menn og Ítali að velli, stigahæstu sveitirnar. Íslenska liðið þarf því enn að bíða eftir sigri á þessu móti en ekki hefur munað miklu!
Tefldar voru 9 umferðir á mótinu og var íslenska liðið nokkuð þétt, skipað þremur stórmeisturum og númer 3 í styrkleikaröðinni.
Lið Íslands skipuðu:
- GM Jóhann Hjartarson (2453)
- GM Margeir Pétursson (2407)
- GM Þröstur Þórhallsson (2383)
- IM Björgvin Jónsson (2314)
- FM Ágúst Sindri Karlsson (2228)
Liðsstjóri var Jón Gunnar Jónsson.