Skákmeistarinn Jónas Þorvaldsson lést 3. maí sl. 82 að aldri. Jónas var lengi einn sterkasti skákmaður landsins. Jónas tefldi þrívegis fyrir Íslands hönd á Ólympíuskákmótum, Varná 1962, Tel Avia 1964 og Skopje 1972.
Sá sem þetta ritar kynntist Jónasi ágætlega. Hann gekk meðal annars um tíma í mitt félag, Helli, og tók einstaka skákir. Lagði meðal annars Helga Áss að velli eitt árið. Grjótharður skákmaður.
Skemmtilegur náungi sem var ávallt gaman að rekast og spjalla við.
Jarðarför hans fer fram kl. 13 í dag frá Áskirkju.
Ég votta ættingjum Jónasar samúð mína.
- Auglýsing -