Aleksandr Domalchuk-Jonasson vann sigur í þriðju umferð á Heimsmeistaramóti U20 á Indlandi. Mótið fer fram í Gujrathi á Indlandi

Í þriðju umferð mætti Aleksandr enn einum heimamanninum þegar hann fékk hvítt gegn Jeet Shah, Indverja með 1946 skákstig. Slíkir andstæðingar geta verið erfiðir eins og Aleksandr fékk að kynnast í fyrstu tveimur umferðunum.

Aleksandr fékk yfirburðatafl nokkuð skuldllaust en missti aðeins einbeitinguna í 26. leik með 26.Bd3? og leyfði 26…Ba4 sem kom svörtum nánast aftur inn í skákina. Frá þeim tímapnkti var eins og Sasha hefði áttað sig á alvarleika augnabliksins og tók hann algjörlega yfir skákina og sýndi að hann og aðeins hann myndi fá vinning í þessari skák!

Aleksandr hefur 2,5 vinning af 3 eftir þennan mikilvæga sigur og fær svart á þýska alþjoðlega meistarann Marius Fromm (2465) í 4. umferðinni.

- Auglýsing -