Með því að skoða gögn frá FIDE má sjá hvaða skákmenn tefla mest í hverjum mánuði, með þeim fyrirvara að aðeins er um reiknaðar skákir að ræða. Í maí mánuði tefldi Vignir Vatnar Stefánsson flestar kappskákir (18), Markús Orri Jóhannsson flestar atskákir (22) og Dagur Ragnarsson flestar hraðskákir (94) en heildarlistann má sjá í töflunni hér fyrir neðan:
Dagur tefldi í heildina 116 skákir í maí og rýndi greinarhöfundur því gögn FIDE sem ná aftur til ársins 2015 og þá má sjá að enginn íslenskur skákmaður hefur teflt fleiri skákir til stiga á einum mánuði. Dagur velti þar Gauta Páli Jónssyni úr sessi en Gauti og Björn Hólm Birkisson bættu báðir gamla met Gauta í maí mánuði. Hvort þetta sé staðfest Íslandsmet hjá Degi verða fróðari menn um skáksöguna að dæma, en þetta er allavega met miðað við aðgengileg gögn. Taflan yfir 20 afkastamestu mánuði íslenskra skákmanna má sjá hér fyrir neðan:
Auðvitað má svo benda á að Dagur tefldi mest hraðskákir í mánuðinum. Til gamans er hér listi yfir afkastamestu kappskákmánuði íslenskra skákmanna undanfarin 10 ár. Þar hefur Vignir Vatnar vinninginn en hann á þrjá af fjórum afkastamestu mánuðunum: