
Opna hús Skákskóla Íslands hófst á mánudagjnn 3. júní mun, eins og áður hefur komið fram, standa út júnímánuð. Það eru Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands og skákmeistarinn ungi, Birkir Ísak Jóhannsson, sem standa vaktina í Opna húsinu. Þátttakendur geta komið hvenær sem er á tímabilinu 13-17 hvern virkan dag júnímánaðar. Á morgun, föstudag, mun Íslandsmeistarinn Helgi Áss Grétarsson koma í heimsókn og tefla við þátttakendur. Helgi mætir kl. 13 en fjölteflið verður með þeim hætti að klukkan verður stillt eftir fjölda þátttakenda og er þá miðað við að Helgi hafi 5 mínutur á hverja skák, t.d. ef þátttakendur eru 10 talsins þá fær Helgi 50 mínútur á klukkuna og einnig allir sem tefla við hann. Þátttakendur geta ef þeir vilja skrifað niður skákina.
Það eru allir krakkar velkomnir í Opna húsið enda hafa þátttakendur verið á ýmsum styrkeikastigum og dagskráin einstaklingsmiðuð. Opna húsið er hugsað fyrir þau ungmenni sem vilja bæta sig í skákinni og undirbúa sig á fyrir þátttöku í skákmótum sem framundan eru. Mikið magn kennsluefnis liggur frammi, bækur um byrjanir, verkefnabækur og margt fleira.