Aleksandr Domalchuk-Jonasson tapaði sinni fyrstu skák á Heimsmeistaramóti U20 sem fram fer í Gujrathi á Indlandi. Aleksandr tapaði gegn armenska stórmeistaranum Emin Ohanyan (2501).

Aleksandr hafði svart og upp kom frönsk vörn. Svartur jafnaði taflið að mestu en vandræðin hófust í 16. leik

Aleksandr lék hér 16…Rd5?? en hefði þess í stað átt að hrókera með jöfnu tölvumati. Hugmynd svarts var líklegast að g7 peðið má ekki taka en hvítur tók það ekki heldur jók pressuna á peðið 17.Dg4! og svartur er í vandræðum.

Eftir 21. leik hvíts var riddarinn á d4 friðhelgur á glæsilegan hátt og vandræði svarts með kónginn á e8 eru varanleg. 21…Dxd4?? yrði svarað með 22.Ba4+ Rb5 og 23.Hxe6! þar sem svartur má ekki drepa 23…fxe6 útaf Axlarskúfumáti eftir 24.Dxe6#

Aleksandr sá í gegnum þetta en vandræðin voru þó þá þegar orðin yfirstíganleg

Aleksandr mun vafalítið reyna að rétta úr kútnum í 7. umferðinni en þar fær hann hvítt gegn FIDE meistara frá Kazakhstan Zhangir Bizhitigov (2212).

- Auglýsing -