Bárður Örn Birkisson hefur nánast tryggt sér sæti í næsta Landsliðsflokki en hann lagði Lenku Ptacnikovu að velli í áttundu umferðinni sem fram fór í dag. Björn Hólm Birkisson og Gauti Páll Jónsson unnu báðir sínar viðureignir og berjast um að fylgja Bárði í landsliðsflokk.

Bárður fór erfiðari leið en hingað til í mótinu og var lentur í vörn eftir byrjunina, Lenka tefldi vel og hafði frumkvæðið. Mikil stöðubarátta tók við og taflið lengi í dýnamísku jafnvægi en Lenka með betri færi. Bárður náði þó að jafna taflið en Lenka at líklegast tekið jafntefli ef hún vildi

Hér hlýtur svartur að geta leikið 46…b4 og erfitt er að sjá hvernig hvítur bætir stöðuna. Hvítur hrókarnir komast ekki í gegn og ef skiptist upp á hrókum kemst hvíti kóngurinn ekki í gegn. Vissulega á hvíti riddarinn flotta reiti á c4 og f5 en getur ekkert gert einn og sér á þeim reitum, svartur stillir biskup á móti á c7 eða f8 og lendir aldrei í leikþröng með kónginn.

Líklegast var Lenka lituð af gangi mála fyrr í skákinni þar sem hún var að pressa eða taldi sig þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að berjast um sætið í Landsliðsflokki.

Lenka sprengdi sig og líklegast var svarta staðan fyrst orðin mun verri eftir 52..b3. Bárður var á tánum og kláraði sitt og tryggði sér sætið í Landsliðsflokki.

Gauti Páll . — Ljósmynd/Ómar Óskarsson

Á öðru borði fór fram gríðarleg baráttuskák Arnars Milutin með hvítt og Gauta Páls. Gauti tefldi af krafti og fórnaði peði og virtist fá fínustu færi fyrir peðið. Arnar virtist þó vera að ná stjórn í endataflinu þar sem hann var aftur peði.

Gauti náði loks landsvinningum eftir afleik hvíts 52.b5? (betra var 52.Kd4) sem hleypir svörtum inn með 52…Bd3 og hvítur er í vandræðum. Gauti fann skemmtilegar taktískar leiðir til að láta d-peð sitt ráða úrslitum í skákinni. Risa sigur fyrir Gauta sem gefur honum von í lokaumferðinni.

Björn Hólm

Björn Hólm þurfti eins og Bárður og Gauti að hafa mikið fyrir sínum sigri. Benedikt gaf ekkert eftir í baráttuskák og þó Björn næði loks að vinna peð var hrókur hans passífur og erfitt að bæta stöðuna.

Benedikt gerði Birni þá lífið léttara með 41…e5?? sem hleypir hvíta kóngnum inn í stöðuna og virkir hvíta hrókinn…afdrífarik mistök!

Úrslit

Allskonar óvænt úrslit urðu á neðri borðum í umferðinni.

Staðan

Bárður þarf líklega aðeins jafntefli í lokaumferðinni og gæti jafnvel farið áfram á tapi en frekar líklegt er að baráttan standi milli Björns og Gauta um 2. sætið.

Pörun 9. umferðar

Skákirnar sem skipta máli í lokaumferðinni eru Mikael Bjarki með hvítt gegn Birni Hólm og Gauti Páll með hvítt gegn Hallgerði.

Lokaumferðin hefst klukkan 13:00 á morgun, sunnudag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

- Auglýsing -