Gauti Páll að tafli í Kragerö: Mynd: Facebook-síða mótsins.

Litlar hræringar urðu á toppnum eftir sjöundu umferð í Áskorendaflokki sem fram fór í kvöld. Jafntefli urðu á efstu borðum í öllum helstu viðureignum með aðeins einni undantekningu en Gauti Páll Jónsson lagði Ingvar Wu Skarphéðinsson að velli og hafði við hann sætaskipti í toppbaráttunni. Bárður Örn Birkisson leiðir með hálfum vinningi eins og fyrir umferðina.

Arnar Milutin hafði hvítt gegn Bárði. Matið sveiflaðist lítið í skákinni og jafntefli rökrétt úrslit.

Lenka hafði þægilegri peðastöðu og hefði e.t.v. getað reynt eitthvað áfram gegn Birni Hólm en sætti sig á endanum við þráskák.

Gauti nýtti sér jafnteflin á efstu borðum og lagði Ingvar Wu að velli í fínni skák. Gauti fékk betra tafl úr byrjuninni og nýtti sér svo lélega stöðu riddarans á a6 til fullnustu með skemmtilegum taktískum aðgerðum.

Öðrum skákum á sýningarborðum lauk með jafntefli og það var ekki fyrr en á 7. borði sem snaggaralegur sigur vannst. Iðunn náði snarpri sókn á hvítu reitunum sem Haraldur náði ekki að verjast.

Óvenju mikið af jafnteflum í þessari umferð eins og áður sagði!

Úrslit

Staðan

Eina breytingin á toppnum er að Gauti skiptir við Ingvar Wu í hópnum sem er hálfum vinningi á eftir Bárði.

Í 8. umferðinni hefur Bárður hvítt gegn Lenku, Arnar Milutin hvítt gegn Gauta í algjörri lykilskák og Björn Hólm hefur hvítt gegn Benedikt Þórissyni.

Laugardagsumferðin hefst klukkan 15:00 vegna aðalfundar SÍ og lokaumferðin klukkan 13:00 á sunnudaginn.

 

 

 

 

 

 

- Auglýsing -