Bárður Örn Birkisson tryggði sér sigur í Áskorendaflokki Íslandsmótsins í dag. Bárður vann sigur í lokaumferðinni eins og hans helstu keppinautar en grípa þurfti til oddastiga til að útkljá hvort Björn Hólm Birkisson eða Gauti Páll Jónsson myndi ná að landa hinu mikilvæga 2. sæti sem einnig gefur sæti í næsta landsliðsflokk.

Ingvar opnaði með 1.d4 og snemma skiptist upp á drottningum í slavneskri vörn. Jöfn staða sem fór í tilfærslur í næstu leikjum í miðtaflinu. Ingvar missti þráðinn þegar hann drap peð á f7.

28.Hxf7 leyfði 28…Rxb2 og b-peðið varð ansi sterkt og kostaði Ingvar lið stuttu síðar. 28.Bf1!?  hefði verið magnaður leikur. 28…Rxb2 gengur þá ekki vegna 29.Ba6 Hxc5 (annars flýgur c-peðið áfram) og nú 30.Ha8+ Kh7 31.Rd7

Hér myndi hvítur ná þráskák, skákar á f8 og opnar svo fyrir hrókinn og koll af kolli. Erfið leið að sjá og eftir gerðan leik í skákinni fór að halla undan fæti og Bárður náði í vinninginn sem tryggði honum bikarinn

Mikil uppskipti urðu snemma í skák Mikaels Bjarka og Björns Hólm. Björn viðurkenndi eftir skákina að hafa verið smá smeykur um að hafa einfaldað of mikið en eilítil stöðuleg mistök, 17.b4?! hjá Mikael þá fékk Björn þægilegri tafl. Hann bætti stöðuna jafnt og þétt og taflmennska hvíts varð of passíf.

Gegnumbrotið í lokin var svo fallegt.

33…c3! 34.Hxb3 Hxb3+ 35.axb3 c2+ og peðið kemst upp í borð eða hrókurinn tapast.

Ekki ósvipað þema og í skákinni Kasparov gegn Bacrot frá árinu 2000.

39.Bxh5! knúði uppgjöf þar sem 39…gxh5 40.Hxg8 Hxg8 tapar eftir 41.e6+ alveg sama þema og hjá Birni.

Þetta dugði í bronsið þar sem Björn var með betri oddastig en Gauti.

Gauti var síðastur af þeim í toppbaráttunni að klára og það lá eiginlega ljóst fyrir þegar skák hans kláraðist að Björn Hólm hefði betur á oddastigum. Skákin var hinsvegar sérdeilis prýðileg hjá Gauta. Gauti hafði hvítt gegn landsliðskonunni Hallgerði Þorsteinsdóttur. Teflt var Caro-kann og upp kom hið svokallaða Tartakower-afbrigði, nokkuð nýmóðins tegund af Caro-kann vörninni.

Gauti fékk þægilegra og betra tafl eftir stöðuleg mistök í miðtaflinu hjá Hallgerði.

19…b4? lokar drottningarvængnum of mikið eftir 20.c4 sókn hvíts tekur nú of langan tíma og hvítur „lokar alltaf búðinni“ á a- og b-línunni. Minnir það mikið á SpasskyPetrosian:

Petrosian lék 17…c4! 18.Be2 og svo 18…a6 og útskýrði svo að hann myndi einfaldlega svara a5 hjá hvítum með b5 og b5 hjá hvítum með a5 og „loka búðinni“ á drottningarvæng.

Gauti fann svo fallega vinningsleið í lokin og fór aftur í „mynsturfræði Skákvíkingsins“

Hér kom Gauti auga á að biskupinn á e6 á fáa reiti. Hann lék 26.d5! cxd5 27.Dd4+ nú þarf svartur að leika 27…Rf6 ef hann vill ekki tapa manni eftir t.d. 27…Kh7 28.cxd5.

Nú á hvítur hinsvegar 28.c5! sem er eini góði leikurinn og leppunin á f6 mun útkljá skákina. Fallegt þema sem Anish Giri útfærði einu sinni mjög skemmtilega.

1.a4! bxa4 2.Hxc5 dxc5 3.f4! Leppunin á f6 mun kosta svartan lið. Hrikalegt að lenda í þessum leppunum með riddarann á f6 og kónginn á g7 á skálínunni!

Fínn árangur hjá Gauta og eiginlega sársvekkjandi að fá 7 vinninga af 9 mögulegum og það dugi ekki til. Oddastigin geta stundum verið óttalegt lotterí og vinningsmiðinn datt ekki hjá Gauta að þessu sinni.

Gaman var að sjá kvennalandsliðskonur bæði ná sér í góðan undirbúning fyrir Ólympíumótið í haust og eins að raða sér ofarlega í lokaumferðinni. Lenka Ptacnikova og Iðunn Helgadóttir mættust innbyrðis.

Iðunn lenti í vandræðum í byrjuninni þar sem hvítur er í raun að tefla Grunfeldsvörn með extra leik. Afbrigðið með Bd7 (samsvarandi Bd2 með hvítu) virðist því vandteflt og Lenka fékk mun betri stöðu og Iðunn náði ekki að leysa vandamálin. Svartur komst í endatafl peði undir en Lenka var með góða tækni og vann á umframpeðinu.

Önnur úrslit má sjá hér að neðan

Úrslit

Lokastaðan

Þrír efstu í nokkrum sérflokki og allir með fínan árangur og góðan stigagróða. Landsliðsflokkssætin fara til tvíburanna Bárðs og Björns að þessu sinni, líklega í fyrsta skipti sem bræður næla sér saman í sæti í gegn áskorendaflokk og eins fyrsta skipti sem tvíburar tefla í landsliðsflokki. Jóhanna Björg varaforseti sá um að afhenda verðlaunin til þriggja efstu.

Óttar Örn og Iðunn skiluðu fínum stigahagnaði á þessu móti og eins Roberto.

Skákstjórn var í höndum Róberts Lagerman og Ingvar Þór Jóhannesson og Daði Ómarsson skiptu með sér að sjá um að efstu borð skiluðu sér í beinum útsendingum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

- Auglýsing -