Aleksandr Domalchuk-Jonasson kom sterkur inn eftir frídag áHeimsmeistaramóti U20 sem fram fer í Gujrathi á Indlandi. Aleksandr vann sigurinn gegn FIDE meistara frá Kazakhstan Zhangir Bizhitigov (2212).

Sigurinn virtist nokkuð átakalítill. Aleksandr fékk traust og þægilegt tafl út úr byrjuninni. Peðastaða hans með hvítu var sterk og svartur þurfti snemma að hafa áhyggjur af veikur peði á h5 og mótspil svarts var hvergi sjáanlegt. Aleksandr vann peð og eftir að svartur gaf tvo hróka fyrir drottningu var þetta aðeins spurning um að still köllunum rétt upp, hálfgerð „raðtækni“ og Sasha lenti ekki í neinum erfiðleikum með það.

Fínn sigur í 7. umferðinni sem er ekki að fullu lokið þegar þetta er skrifað þannig að andstæðingur í 8. umferð liggur ekki fyrir.

- Auglýsing -