Aleksandr Domalchuk-Jonasson beið lægri hlut í dag í 8. umferð á HM U20 í Gujrati á Indlandi. Andstæðingur Aleksandrs var s-amerískur stórmeistari.

Santiago Avila Pavas (2495) er kólombískur stórmeistari og stýrði hvítu mönnunum gegn Aleksandr. Upp kom ítalskur leikur og miðtaflið var mikil dýnamísk barátta. Aleksandr hélt sínu meira og minna en náði ekki að réttlæta peðsfórn og tókst ekki að virkja menn sína nægjanlega í endataflinu og tapaði loks manni og skákinni.

Aleksandr fær hvítt í 9. umferðinni gegn malasískum CM Anderson Ang Ern Jie (2198)

Mótið er 11. umferðir og lýkur á fimmtudaginn.

- Auglýsing -