Sacha (Aleksandr) hefur heldur betur komið eins og stormsveipur inn í íslenskt skáklíf. Tók silfrið.

Aleksandr Domalchuk-Jonasson vann í dag sigur í 9. umferð á HM U20 í Gujrati á Indlandi. Andstæðingur Aleksandrs var malasískur CM Anderson Ang Ern Jie (2198).

Aleksandr hafði hvítt í skákinni og leitaði í smiðju Vignis Vatnars með sjaldgæfum leik Semi-Slavanum 5.Hb1!? Andstæðingur hans virtist klár í bátana og fórnaði peði en fékk mjög hættuleg færi. Aleksandr þurfti að verjast sóknartilburðum Malasíubúans og náði ekki að snúa á hann fyrr en í sameiginlegu tímahraki þegar peð svarts fóru að hverfa of hratt af borðinu.

Aleksandr fær svart í 10. umferði gegn IM L M S T De Silva (2364) frá Sri Lanka. Nú eru tvær umferðir eftir og góður endasprettur gæti gefið gott sæti á mótinu!

- Auglýsing -