SKÁKDEILD KR efnir til sinnar árlegu sumarhátíðar og skákmóts við Selvatn á Nesjavallaleið, fimmtudaginn 13. júní nk.
Mótið sem nú er haldið í 18. sinn og verður með hátíðarsniði og mikið um dýrðir að venju
Veisluhlaðborð undir beru lofti og kaffi, kruðerí, svaladrykkir í boði meðan á móti stendur.
Mótið er öllum opið en þátttaka takmarkast við 30 keppendur að hámarki.
Taflið hefst kl. 16 en og stendur fram á kvöld með martarhléi. Tefldar verða 11 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á skákina.
Mótið er jafnframt firmamót og rennur allur ágóði af mótshaldinu til eflingar barna og unglingastarfi skákdeildarinnar, sem hefur elfst mjög í síðari tíð.
Góð verðlaun og viðurkenningar. Þátttökugjald kr. 12.000
Mótshöldurum er mikil ánægja að bjóða bæði aldna sem unga skákmenn velkomna til keppni og þessarar sérstöku skákhátíðar þar sem kostur gefst á að máta mann og annan út í guðsgrænni náttúrunni við fjallavatnið fagurblátt.
Sigurvegar nokkurra undanfarandi móta hafa verið þessir: Bragi Halldórsson 2023, 2022; Helgi Áss Grétarsson 2021, 2019; Vignir Vatnar og Jóhanna Björg 2020; Róbert Lagerman 2018, Vignir Vatnar og Þröstur Þórhallsson 2017.
Skráning: Þar sem keppendafjöldi er takmarkaður er mikilvægt að þeir sem ætla að vera með skrái sig sem fyrst til þátttöku með tölvupósti til kr.skak@gmail.com eða smáskilaboðum til ESE ( s. 690-2000)
Til staðfestingar óskast keppnisgjald svo greitt inn á reikning Sd. KR:0137-26-4400 kt. 441199-2019 en ella með reiðufé á mótsstað!
Mæting við hljóðfæraslátt upp úr kl. 15.00