FIDE uppfærði at- og hraðskákstig þann 1. júlí 2024.

ATSKÁK

Lítið breyttist á topp 20 listunum. Helgi Ólafsson (2504) er enn stigahæstur skákmanna og Olga Prudnykova (2164) enn stigahæst skákkvenna.

Benedikt Briem (2197) er stigahæstur í U20 og Helgi Ólafsson hæstur á viskualdrinum (65+).

HRAÐSKÁK

Eins og í atskákinni voru litlar breytingar á topplistunum í hraðskák. Vignir Vatnar Stefánsson (2513) er efstur skákmanna og Olga Prudnykova (2130) efst skákkvenna.

Alexandr Domalchuk-Jonasson (2218) hækkar í mánuðinum og er hæstur í U20 en Ingvar Wu Skarphéðinsson (2180) nálgast hann með 94 stiga hækkun í mánuðinum. Helgi Ólafsson (2413) er með gott forskot á viskualdrinum.

HÆKKANIR

Pétur Úlfar Ernisson (1595) hækkaði mest í atskák en hann átti líka góða mánuð í hraðskák (1656) þar sem hann hækkaði um 83 stig.

Þrír náðu að komast í 100 stiga klúbbinn og Eiríkur Orri Guðmundsson (1630) náði að hækka um heil 225 stig! Haukur Víðis Leósson (1734) náði næstum að komast í 200 stiga klúbbinn með 196 stiga hækkun.

NÝLIÐAR

6 nýliðar komu inn á lista í atskák og 3 í hraðskák.

FJÖLDI SKÁKA

Á fjölda skáka í mánuðinum sést að það er sumar. Margir efnilegir skákmenn að tefla kappskákir erlendis á meðan þriðjudags og fimmtudagsmót TR halda uppi stemmningunni á Íslandi.

- Auglýsing -