Lið Íslands er á öðru sæti á HM landsliða í skák sem fram fer þessa dagana í Kraká í Póllandi. Búnar eru fjórar umferðir af níu.

Í dag mæta Íslendingar Ítölum í afar mikilvægri viðureign. Ítalir eru fjórðu í stigaröð þátttökuliðanna og lögðu Bandaríkjamenn, stigahæsta liðið, nokkuð óvænt að velli í gær.

Ítalir eru efstir með 8 stig en Ísland er í öðru sæti ásamt Englendingum með 7 stig. Við erum eilítið hærri á oddastigum.

Þröstur Þórhallsson hvílir í dag.

Íslenska sveitin á mótinu er sterk sem endranær. Liðið skipa í borðaröð:

  1. Helgi Ólafsson
  2. Jóhann Hjartarson
  3. Margeir Pétursson
  4. Jón L. Árnason
  5. Þröstur Þórhallsson

Íslenka liðið teflir í flokki 50+ þar sem tefldar verða 9 umferðir. Alls taka 32 sveitir þátt í 50+ flokknum og er Ísland (2439) númer þrjú í styrkleikaröð á eftir feykisterkri sveit Bandaríkjamanna (2480) og Evrópumeistara Englendinga (2469). Skammt á hæla Íslendinga kemur sveit Ítala (2431) sem er svipuð að stigum og sú íslenska og hefur oft reynst okkur erfið. Þessar fjórar sveitir eiga að vera í nokkrum sérflokki á þessu móti!

- Auglýsing -