Omarsson bræður unnu eina og töpuðu einni skák í fjórðu umferði í dag á Benasque Open á Spáni.
Adam mætti Diego Sarralde Osua (2016). Taflið var nokkuð jafnt eftir byrjunina en sá spænski náði að búa til veikleika í stöðu Adams sem hann gat nýtt sér í endatafli.
Betur gekk hjá Josef sem fékk þægilega stöðu í Nimzanum með hvítu gegn Carl Jona Olbrich (1662). Josef fékk biskupaparið og blés svo til kóngssóknar sem gekk vel upp og sigurinn í engri hættu.
Eftir 4 umferðir hafa þeir nú báðir 1,5 vinning.
Opna mótið í Benasque er eitt af þeim fyrstu til að nota gervigreind til að lesa skákskriftarblöð. Skákir eru skannaðar og svo lesið úr þeim með hjálp gervigreindar. Flott bylting ef vel gengur og er verið að prófa þetta á efstu 60 borðum á þessu móti. Hver veit nema þetta verði nýtt á Reykjavíkurskákmótinu að ári!