Eftir nokkuð lélegt mót í Tékklandi (á hans mælikvarða) hefur Íslandsmeistarinn Helgi Áss Grétarsson nú skottast yfir landamærin til Slóvakíu og teflir þar á opnu móti. Að loknum tveimur umferðum, þeirri seinni í dag, hefur Helgi 1,5 vinning af 2 mögulegum.
Í gær mætti hann vel þjálfaðri úkraínskri stúlku, Bozhena Poddubna (2258) og endaði sú skák með jafntefli.
Í dag náði Helgi svo í góðan sigur í 2. umferð með svörtu gegn FM David Elias (2266). Helgi tefldi mjög skemmtilega og fórnaði manni fyrir spil og sterkt peðamiðborð og í lokin var hann hróki undir en sóknin óstöðvandi. Það er bara eitt að segja eftir svona sigur, „Áfram Helgi!“
- Auglýsing -