Íslenski landsliðsmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson (2392) tekur nú þátt í sterkri lokaði GM-grúppu í Köge í Danmörku. Taflmennska hófst í gær með tvöfaldri umferð og var framhaldið í dag með annarri tvöfaldri umferð.
Hilmir gerði jafntefli í báðum skákum dagsins. Sú fyrri gegn IM Casper Liu (2316) frá Danmörku og sú seinni gegn FM Nicolai Kistrup (2367).
Eitthvað virðist eftirfylgni DGT-borða ábótavant í Köge og á lichess eru bæði skákin í 3. umferð og 4. umferð eins. Hilmir hafði svart í báðum þannig að þessi skák er allavega á móti öðrum hvorum Dananna sem hann tefldi við en ALLS EKKI báðum!!
Á morgun er síðasti tvöfaldi dagurinn en tempóið róast í síðustu þremur umferðunum þar sem verður tefld ein skák á dag.
- Auglýsing -