Íslandsmóti Skákfélaga lauk í dag og voru Íslandsmeistarar krýndir í öllum deildum. Fjölnismenn kláruðu Úrvalsdeildina aftur með glæsibraga og unnu ALLAR tíu viðureignir sínar og hlutu 20 stig, fullt hús stiga! Víkingaklúbburinn, TR-c, Dímon og Skákfélag Íslands urðu hlutskörpust í öðrum deildum.
Úrvalsdeild:
Fjölnismenn kláruðu með stæl og unnu með fullu húsi annað árið í röð! Eina spennan var baráttan um 2. sætið og þar náðu KR-ingar sér í silfrið eftir viðureign gegn Blikum. TR lagði TG að velli en það dugði aðeins til að ná bronsinu. TG var þá þegar fallið. TV líklegast sáttir að tryggja úrvalsdeildarsæti á afmælisári!
- deild
Víkingaklúbburinn innsiglaði sigurinn með því að leggja TR-b í lokaumferðinni. Akureyringar í öðru sæti sem dugir skammt, svekkjandi fyrir Akureyringa sem hafa mjög frambærilega sveit sem á heima í úrvalsdeild! Skákgengið og TG-b falla um deild.
2. deild
Taflfélag Reykjavíkur náði í gullið í 2. deildinni með jafnri og þéttri frammistöðu. Litlu munaði þó í lokin en jafntefli hjá landsliðskonunum Guðrúnu Fanney og Iðunni Helgadóttur var munurinn á sigri TR-c og Fjölnis-b!
Víkingar-b og Vinaskákfélagið féllu um deild.
3. deild
Dímonar fara upp annað árið í röð og KR-c náðu að fylgja þeim. Goðinn a-sveit enn og aftur nærri sæti í 2. deild en vantaði herslumuninn. TG-c og TV-b duttu niður.
4. deild
Lokaumferðin var mögnuð í 4. deildinni. Efstu sveitirnar, Skákfélag Íslands og Snóker og Poolstofan mættust í lokaumferðinni. Hefði Skákfélag Íslands unnið hefðu Snæfellsbæjar menn siglt upp í 2. sætið. Eiríkur Garðar Einarsson reyndist hetja Snóker og Pool en hann hélt hróksendatafli peði undir og naut góðs af góðum grunni úr grunnendatöflum úr æsku!
Ýmsir tenglar:
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar
- Skáklög Skáksambands Íslands (12. grein)
- Reglugerð um Íslandsmót skákfélaga