————–
Kæru formenn taflfélaga,
Ný stjórn Skáksambands Íslands kom saman til fyrsta fundar starfsársins 2025 til 2026 þann 24. júní sl. Hér að neðan má finna helstu atriði sem rædd voru og samþykkt á fundinum.
1. Embættaskipan og nefndarskipan
– Varaforseti: Harald Björnsson
– Gjaldkeri: Davíð Stefánsson
– Ritari: Unnar Ingvarsson
– Vararitari: Tómas Tandri Jóhannsson
– Æskulýðsfulltrúi: Daði Ómarsson
Formenn fastanefnda voru skipaðir með einróma samþykkt:
– Mótanefnd og Kvennaskáknefnd: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
– Landsliðsnefnd: Björn Ívar Karlsson
– Æskulýðsnefnd: Daði Ómarsson
– Laganefnd: Harald Björnsson
– Skáksögunefnd: Óskað var eftir að sú nefnd yrði endurvakin og hefur Gauti Páll Jónsson boðist til að taka formannshlutverk að sér. Var það samþykkt af stjórn.
Unnið verður að því að fullmanna nefndirnar og formenn munu leggja fram tillögur um meðnefndarmenn til staðfestingar.
2. Framkvæmdastjóri og starfshlutföll
Ákveðið að Gunnar Björnsson haldi áfram sem framkvæmdastjóri í 80% starfshlutfalli. Forseti mun gegna starfi í 20% starfshlutfalli. Lögð var áhersla á að þessi breyting auki ekki kostnað sambandsins. Tillögur að ráðningarsamningum og starfslýsingu verða unnar í samstarfi við kjaranefnd.
3. Starfsreglur stjórnar
Nýjar starfsreglur stjórnar voru samþykktar, er þeim ætlað að skýra hlutverk og verkaskiptingu stjórnar.
4. Reikningsskil og bókhald
Skoðunarmenn reikninga gerðu grein fyrir greinargerð sinni. Athugasemdir beindust m.a. að kvittunum, skýringum og skýrslugjöf. Unnið verður að úrbótum í bókhaldi og verklagi í samræmi við tillögur skoðunarmanna.
5. Mótamál og styrkumsóknir
Ungmennamótið EM fer fram í haust. Boðsbréf hafa þegar verið send til keppenda.
Samþykktir voru styrkir til keppenda sem nýlega fóru yfir 2100 og 2200 stig, og uppfylla því styrktarreglur um stuðning við keppendur á Evrópumóti barna og ungmenna.
Reglugerð um styrki tekin til endurskoðunar, með áherslu á skýrleika og hlutverk æskulýðsnefndar í ákvarðanatöku.
6. Önnur samþykkt styrkbeiðni
Samþykktur styrkur til Guðmundar Kjartanssonar vegna FIDE þjálfaranámskeiðs (250 evrur alls).
7. Önnur mál
– Forseti fer á fund með Rafíþróttasambandinu um áframhald netskákmóta.
– Skoðað verður hvernig merkja megi inngang Skáksambandsins og Skákskólans.
– Rætt var um að aðgreina fjármál Skákskólans og SÍ.
– Vinna hafin við að finna nýjan fulltrúa í stjórn Skákskólans. Hugmynd komið fram um sameiningu Æskulýðsnefndar og stjórnar Skákskólans.
Ef þið hafið spurningar eða viljið koma á framfæri athugasemdum, hugmyndum eða erindum til stjórnar, þá hvetjum við ykkur eindregið til að hafa samband.
Með bestu kveðju,
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir















