Hvaleyrarskóli teflir þann 2-7.ágúst á heimsmeistaramóti skólasveita en mótið fer fram í Washington D.C. í Bandaríkjunum.

Liðið er skipað þeim:

1.Tristan Nash Alguno Openia

2.Milosz Úlfur Olszewski

3.Kristófer Árni Egilsson

4.Katrín Ósk Tómasdóttir

5.Emilía Klara Tómasdóttir

5.umferð gegn Kanada endaði í 2-2 jafntefli, þar sem Tristan sigraði á tíma en með trausta stöðu allan tímann til að klára þetta.(Skák Tristans )

Tristan það öruggur að hann skoðar skákir liðsmanna sinna

Kristófer átti hreint magnaða skák þar sem margir hefðu sætt sig við jafntefli en að sjálfsögðu vilja menn sigur og fengu sigur! Missti hann þó tvisvar af mát í einum en fer það allt í reynslubankann.( Skák Kristófers)

Stúdera eftir skákirnar er mikilvægur partur í því að verða betri

6.umferð var gegn Noregi og sýndi Kristófer að hann er kominn í heldur betur gott skákform og sterkt sjálfstraust með því að tefla hratt, því þegar langt var liðið á skákina átti Kristófer ennþá 40 mínútur eftir af klukkunni en andstæðingurinn undir 5 mínútur og Kristófer með kol unnið.

Þrátt fyrir harða baráttu endaði þetta 1-3 fyrir Noregi en stemningin í hópnum frábær.

Emilía telfdi við hund fyrir samfélagsmiðla International School Chess Federation og má sjá afrakstur á Instagram síðu þeirra

Emilía fékk þá að tefla sína fyrstu skák á heimsmeistaramóti í 7.umferð gegn Litháen við hlið systur sinnar.

Eftir útreikninga var það staðfest að það lið sem myndi tapa þessari skák væri á leiðinni í hjásetu í síðustu umferð!

Milosz fékk að hvíla enda oft erfitt að vera á 2.borði í svona móti og kom Emilía Klara inn þá í staðinn á 4.borð og hinir færðust upp.

Það plan virtist virka nánast fullkomlega því eftir að Tristan hafði gert jafntefli, sigruðu bæði Kristófer og Katrín sínar skákir og því 2,5-1,5 sigur gegn Litháen staðreynd.

Áttunda og síðasta umferð var gegn Chile. Eftir frábæra hvíld kom Milosz og sigraði með yfirburðum(Skák Milosz  )

Við fyrstu sýn virtist 3-1 tap vera niðurstaðan. Katrín hafði þá komið út með tap og en vildi meina að samkvæmt reglum hefði andstæðingur gert tvo ólöglega leiki, annars vegar ýtt á klukkuna án þess að leika og svo hreyfa peð sem setti kóng í skák. En dómarar höfðu aðeins dæmt á seinna atvikið. Fór þá fyrirliði liðsins(Jóhanna) og samþykkti þetta ekki og fékk dómnum snúið eftir hálftíma rökræður eftir skákina.

Katrín eftir að dómarinn var ekki sammála um hvað sé ólöglegur leikur

2-2 jafntefli því niðurstaðan og Hvaleyrarskóli endar mótið í 45.sæti eftir að hafa byrjað mótið í 46.sæti, á pari en reynslunni ríkari!

Indland sigraði mótið nokkuð örugglega, Kasakstan í öðru sæti og Bandaríkin í því þriðja.

Indland unnu 23 af 32 skákum og töpuðu aðeins tveimur

Næst teflir Hvaleyrarskóli í Finnlandi á Norðurlandamóti skólasveita 12-14.september.

Instagram þar sem hægt er að fylgjast með hópnum og þá líka í Finnlandi https://www.instagram.com/haukarskak

Skákirnar í beinni: https://lichess.org/broadcast/world-schools-team-championship-2025–boards-1-100/round-2/lIFqaEGU#boards

Instagram síða mótsins: https://www.instagram.com/ischoolchess/

Heimasíða mótsins: https://worldschoolteam2025.fide.com/

Chess-Results: https://s3.chess-results.com/tnrWZ.aspx?lan=1&tno=1226551

- Auglýsing -