Stjórn Skáksambands Íslands hélt sinn annan fund starfsársins 2025–2026 þann 14. ágúst sl. Hér fyrir neðan má finna helstu atriði sem rædd voru og samþykkt:
1. Skipan í nefndir
Tillögur um skipun í nefndir eru á lokastigi og verða staðfestar á næstu fundum.
2. Mót framundan
EM landsliða: 4.–15. október.
EM taflfélaga: 18.–26. október.
EM ungmenna: 28. okt.–10. nóvember.
NM í skólaskák: 11.–14. september í Finnlandi. Rimaskóli og Hvaleyrarskóli taka þátt.
Netskákmót: Hefst 7. september, unnið með Rafíþróttasambandinu. Undanrásir verða haldnar 27. ágúst, verða kynntar fljótlega.
Íslandsmót ungmenna og Íslandsmót unglingasveita á döfinni í haust.
Reykjavík Open 2026: Haldið áfram með sama fyrirkomulag, en viðbótartími minnkaður úr 30 mín. í 15 mín.
3. Minningarmót um Friðrik Ólafsson
Vinna er á frumstigi. Áætlað að mótið verði haldið árið 2026.
4. Skipan í stjórn styrktarsjóðs Helga Árnasonar
Samþykkt að Gunnar Björnsson taki sæti í stjórn sjóðsins.
5. Starfsreglur gjaldkera
Samþykktar. Reglur um varðveislu gagna eru í vinnslu.
6. Fundir með stórmeisturum
Forseti hefur átt fundi með stórmeisturum. Hugmyndir komu fram um afreksæfingar í samstarfi við Skákskólann.
7. Styrktarbeiðnir
Laganefnd fær það hlutverk að endurskoða reglur styrktarsjóðsins.
8. Fangelsisverkefni FIDE
Björn Ívar og Daði Ómarsson taka að sér að aðstoða þátttakendur.
9. Námskeið
Stefnt að skákþjálfaranámskeiði haustið 2025.
Skákstjóranámskeið áætlað í janúar 2026.
Við þökkum fyrir frábært starf í þágu íslenskrar skákar og hvetjum ykkur til að hafa samband ef þið hafið spurningar eða ábendingar.