Skákskóli Íslands stóð fyrir námskeiði fyrir ungmenni á Ísafirði dagana 18. og 19. ágúst síðastliðinn.

Mikið uppbyggingarstarf hefur staðið yfir fyrir vestan eftir að Skákfélag Vestfjarða var stofnað þar í vor. Stór hópur ungmenna er orðinn virkur í skákstarfinu og góð þátttaka er á vikulegum mótum félagsins sem fara fram á þriðjudögum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Námskeið Skákskólans var getuskipt og tóku 13 ungmenni þátt. Skólastjóri Skákskóla Íslands, Björn Ívar Karlsson, sá um kennsluna og naut aðstoðar formanns Skákfélags Vestfjarða Halldórs Pálma Bjarkasonar. Verkefnið er hluti þeirrar stefnu Skákskólans að styðja við, og efla, skákstarf á landsbyggðinni.

- Auglýsing -