Fimmta mótið í hinni glæsilegu Le Kock mótaröð fór fram í gærkvöldi. Rúmlega þrjátíu keppendur voru mættir til leiks og var ótrúlegur fjöldi skákmanna af þeim yfir 2000 hraðskákstigum, mjög vel skipað mót!
Strax í fyrstu umferð urðu óvænt úrslit, Guðni Stefán Pétursson nýtti sér kæruleysi Vignis í jafnteflisstöðu og náði riddaragaffli. Vignir mætti svo Degi Ragnarssyni í 2. umferð á 10. borði, ótrúleg pörun!
Vignir þurfti tíma til að vinna sig aftur í toppbaráttuna en á meðan byrjuðu þeir Örn Leó, Helgi Áss og Arnar Milutin á að vinna fyrstu þrjár skákir sínar. Örn Leó sleit sig frá þeim í fjórðu umferð og var þá einn með fullt hús og að loknum fimm umferðum var hann kominn með vinningsforskot á næstu menn, með 5 af 5!
Vignir var búinn að vinna sig aftur inn í mótið og kominn á efsta borð en Örn Leó virtist hreinlega í banastuði og lagði Vigni einnig að velli og hafði nú 6 vinninga af 6 mögulegum!
Björn Þorfinnsson kom smá spennu í toppbaráttuna með því að leggja Örn Leó að velli í 7. umferð en það dugði ekki til, Örn var bara bestur á þessu móti!
Lokastaðan – efstu menn:
- FM Örn Leó Jóhannsson – 7,5 vinningar
60,000kr + Gjafakarfa frá Innnes
- IM Björn Þorfinnsson – 7 vinningar
40,000kr + Gjafakarfa frá Innnes
- GM Vignir Vatnar Stefánsson – 7 vinningar
20,000kr + Gjafakarfa frá Innnes
U2000 Verðlaun
TR-ingurinn ungi Benedikt Þórisson hrifsaði til sín U2000 verðlaunin að þessu sinni.
U2000: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes
Efsta konan
Baráttan var grjóthörð eins og venjulega á milli þriggja landsliðskvenna. Lenka Ptacnikova varð hlutskörpust að þessu sinni.
Efsta konan: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes
Efsti stigalausi
Tómas Tandri Jóhannsson tók verðlaun fyrir efsta stigalausa.
Efsti stigalausi: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes
Stig í mótaröðinni eftir fimm mót
Hægt er að sjá stöðuna á Google Sheets
Fyrsta mótið fór fram í maí þar sem stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson varð hlutskarpastur. Mót númer tvö vann Vignir Vatnar sjálfur eins og þriðja mótið. Róbert Lagerman tók svo fjórða mótið.
12 efstu keppendur á samanlögðum stigum (6/8 bestu mótum gilda) tefla svo til úrslita í beinni útsendingu, þar verða verðlaunin eftirfarandi:
- X TBA
- X TBA
- X TBA
Áskrifendur VignirVatnar.is fá frítt í mótið!
Takk fyrir, Le Kock og VignirVatnar.is.














