Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr afrekssjóði í skák. Styrkjunum er ætlað að styrkja afreksskákfólk og efnilegt skákfólk sem stefnir að alþjóðlegum árangri og bæta árangur keppnisfólks í skák.

Markmið afrekssjóðs í skák er að búa afreksskákfólki og efnilegu skákfólki fjárhagslega og faglega umgjörð til að hámarka árangur sinn í skák.

Ný lög um skák tóku gildi 1. febrúar 2025, lögunum fylgir reglugerð um afrekssjóð í skák.

Styrkir eru veittir til skilgreindra verkefna og taka mið af væntum árangri umsækjenda það árið. Fjárveiting til afrekssjóðs í skák er samkvæmt fjárlögum 40,3 m.kr.. Styrkveitingar verða ákvarðaðar í samræmi við reglugerð um afrekssjóð í skák, þriggja ára stefnu um úthlutun og áherslur sem ákveðnar eru ár hvert vegna úthlutunar styrkja úr sjóðnum.

Helstu áherslur ársins 2026 eru að miðað er við að heildarstyrkupphæð deilist 90% til afreksskákfólks og 10% til efnilegs skákfólks. Miðað er við að afreksskákfólk fái um 550 þúsund á mánuði og efnilegt skákfólk um 250 þúsund. Alþjóðleg kappskákmót hafa hærra vægi við mat á umsóknum. Kostnaður við ferðalög er innifalinn í styrk.

Styrkjum er úthlutað einu sinni á ári og skulu veittir í þrjá til tólf mánuði í senn. Í undantekningartilfellum er heimilt að veita styrki í styttri eða lengri tíma en þó aldrei lengur en þrjú ár.

Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember 2025.

Nánar á vef mennta- og barnamálaráðuneytisins

- Auglýsing -