Helgi og Ingvar mættu í tæknifundinn í gærkvöldi. Mynd: ECU

Evrópumót landsliða í skák hefst í dag í Batumi í Georgíu. Ísland sendir lið til keppni bæði í opnum flokki og kvennaflokki.

Liðið í opnum flokki mætir liði Póllands og hvílir Guðmundur Kjartansson. Kvennaliðið mætir Grikkjum og þar hvílir Jóhanna Björg Jóhannsdóttir. Umferðin hefst kl. 11 og útsendingin 15 mínútum síðar.

Opinn flokkur
1. GM Vignir Vatnar Stefánsson (2506)
2. GM Guðmundur Kjartansson (2422)
3. IM Dagur Ragnarsson (2385)
4. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2408)
Vm. IM Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2373)

Liðsstjóri: GM/FST Helgi Ólafsson

Alls taka fjörtíu lið þátt í opnum flokki og er Ísland nr. 33 í stigaröðinni.

Fyrsta umferð.

Kvennaflokkur
1. WGM Lenka Ptácníková (2167)
2. WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2031)
3. WCM Guðrún Fanney Briem (1981)
4. WCM Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1975)
Vm. WCM Iðunn Helgadóttir (1874)

Liðsstjóri: FM/FT Ingvar Þór Jóhannesson

Þrjátíu og sex lið taka þátt í kvennaflokki og Ísland nr. 32 í stigaröðinni.

Fyrsta umferð

- Auglýsing -