Íslandsmót ungmenna fór fram í gær, 29. nóvember, í Miðgarði í Garðabæ. Alls tóku 97 keppendur þátt sem er prýðisþátttaka og voru tíu Íslandsmeistarar krýndir!

Það skein mikil tilhlökkun úr andliti krakkana þegar mótið hófst stundvíslega kl. 13 enda um að ræða eitt allra skemmtilegasta skákmót hvers árs!  Alls var teflt í fimm aldursflokkum og tíu Íslandsmeistari stráka og stelpna krýndir!

U8 (2017 og síðar)

Alls tóku 28 keppendur þátt. Svo fór að þrír keppendur komu efstir og jafnir í mark með 6 vinninga í 7 skákum Þá þurfti að grípa til oddastigaútreiknings.

Íslandsmeistari varð Róbert Heiðar Skúlason, annar varð Helgi Fannar Óðinsson og þriðji varð Sævar Svan Valdimarsson.

Emilía Klara Tómasdóttir varð efst stúlkna og varð Íslandsmeistari stúlkna.Alexandra Voron Aðalsteinsdóttir fékk silfrið og Sólveig Hólm Brynjardóttir tók bronsið.

Verðlaunahafar

Strákar

  1. Róbert Heiðar Skúlason 6 v. (30 stig)
  2. Helgi Fannar Óðinsson 6 v. (28 stig)
  3. Sævar Svan Valdimarsson 6 v. (26 stig)

Stúlkur

  1. Emilía Klara Tómasdóttir 4 v.
  2. Alexandra Voron Aðalsteinsdóttir 3 v.
  3. Sólveig Hólm Brynjarsdóttir 3.

Lokastaðan á Chess-Results

U10 (2015-16)

Alls tóku 27 keppendur þátt. Pétur Ernir Úlfarsson lét ekki tap í þriðju slá sig úr laginu og vann flokkinn með 6 vinningum af 7 mögulegum. Gunnar Þór Þórhallsson varð annar með 5½ vinning. Fjórir keppendur urðu jafnir í 3.-6. sæti. Dagur Sverrisson fékk bronsið eftir oddastigaútreikning. Jafnir að vinningum urðu Nökkvi Már Valsson, Jakob Þór Emilsson og Eiður Jökulsson.

Þóra Kristín Jónsdóttir og Miroslava Skibina urðu efstar og jafnar að vinningum í stúlknaflokki með 4½ vinning. Þóra Kristín er Íslandsmeistari eftir oddastigaútreikning.

Verðlaunahafar

Strákar

  1. Pétur Úlfar Ernisson 6 v.
  2. Gunnar Þór Þórhallsson 5½ v.
  3. Dagur Sverrisson 5 v.

Stelpur

  1. Þóra Kristín Jónsdóttir 4½ v. (24,5 stig)
  2. Miroslava Skibina 4½ v. (20,5 stig)

Lokastaðan á Chess-Results

U12 (2013-14)

22 keppendur tóku þátt. Haukur Víðis Leósson kom sá og sigraði. Hlaut 6 vinninga í 7 skákum. Tristan Fannar Jónsson varð annar með 5½ v. Katrín Ósk Tómasdóttir, Birkir Hallmundarson og Anh Hai Tran urðu í 3.-5. sæti með 5 vinninga. Birkir tók bronsið í strákaflokki.

Katrín Ósk varð Íslandsmeistari stúlkna, Halldóra Jónsdóttir fékk silfrið og Harpa Hrafney Karlsdóttir tók bronsið.

Verðlaunahafar

Strákar

  1. Haukur Víðis Leósson 6 v.
  2. Tristan Fannar Jónsson 5 ½ v.
  3. Birkir Hallmundarson 5 v

Stelpur

  1. Katrín Ósk Tómasdóttir 5 v.
  2. Halldóra Jónsdóttir 4½ v.
  3. Harpa Hrafn Karlsdóttir 4 v.

Lokastaðan á Chess-Results

U14 (2011-12)

Alls tóku 15 skákmenn þátt. Jósef Omarsson vann með fullu húsi og var sá eini á mótinu sem náði því. Örvar Hólm Brynjarsson varð annar með 6 vinninga og þriðji varð Milosz Úlfur Olszweski með 5 vinninga.

Emilía Embla Berglindardóttir varð efst stúlkna með 4 vinninga. Emilía Sigurðardóttir’ varð önnur og Sigrún Tara Sigurðardóttir þriðja.

Verðlaunahafar

Strákar

  1. Jósef Omarsson 7 v.
  2. Örvar Hólm Brynjarsson 6 v.
  3. Milosz Úlfur Olszwewski 5 v.

Stelpur

  1. Emilía Embla Berglindardóttir 4 v.
  2. Emilía Sigurðardóttir 4 v.
  3. Sigrún Tara Sigurðardóttir 2½ v.

Lokastaðan á Chess-Results

U16 (2009-10)

Aðeins fimm keppendur tóku þátt sem mögulega má rekja til þess prófatíma en mótið er töluvert seinna á ferðinni í ár en venjulega.

Mikael Bjarki Heiðarsson vann mótið 3 vinningum af 4 mögulegum. Theódór Eiríksson og Guðrún Fanney Briem urðu í 2.-3. sæti með 2½ vinning. Guðrún varð Íslandmeistari stúlkna. Markús Ori Jóhannsson tók bronsið í strákaflokki.

Verðlaunahafar

Strákar

  1. Mikael Bjarki Heiðarsson 3 v.
  2. Theódór Eiríksson 2½ v.
  3. Markús Orri Jóhannsson 2 v.

Stelpur

  1. Guðrún Fanney Briem 2½ v.

Lokastaðan á Chess-Results

Skákstjórn önnuðust Páll Sigurðsson, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Gauti Páll Jónsson, Harald Björnsson, Daði Ómarsson, Lenka Ptácníková og Auðbergur Magnússon.

Mótsstjórn var í höndum Jóhönnu og Gunnars Björnssonar.

Myndir tók Tómas Tandri Jóhannsson.

Okkar besti maður, Vignir Vatnar Stefánsson, lét sig ekki vanta og afhenti verðlaun ásamt Jóhönnu forseta.

Heimilistæki fá þakkir fyrir vegleg aukaverðlaun til Íslandsmeistaranna. Allir Íslandmeistararnir fá frítt á Reykjavíkurskákmótið 2026 í boði styrktaraðila!

Taflfélag Garðabæjar fær kærar þakkir fyrir allt þeirra framlag og aðstoð við mótshaldið. Sérstakar þakkir fá Páll og Harald. Garðabær fær og miklar þakkir fyrir lána SÍ glæsilega mótaaðstöðu í Miðgarði leigulaust.

 

- Auglýsing -