
FIDE birti ný alþjóðleg skákstig í dag. Þar kennir ýmissa grasa enda var Íslandsmót skákfélaga í nóvember og margir skákmenn því virkir. Vignir Vatnar átti góðan mánuð en Matthías Björgvin hækkaði mest.
Stigahæstu skákmenn og konur
Vignir Vatnar Stefánsson (2519) kom sér aftur upp í óskipt efsta sæti með því að hækka um 17 stig í mánuðinum. Jóhann Hjartarson (2484) hækkaði vel annan mánuðinn í röð er farinn að nálgast 2500 stigin aftur.
Olga Prudnykova (2271) er stigahæst skákkvenna.

Ungir og gamlir
Aleksandr Domalchuk-Jonasson er stigahæstur U20, síðasta mánuð sinn sem U20 skákmaður. Hann er sá eini á topp 10 sem er á síðasta ári á listanum og því allar líkur á því að Benedikt Briem (2244) taki skrefið upp í efsta sæti á janúarlistanum.
Á vizkualdrinum er Héðinn Steingrímsson (2502) stigahæstur.

Breytingar
Það var Blikinn Matthías Björgvin Kjartansson (2023) sem hækkaði mest í mánuðinum. Einn virkasti skákmaður landsins Þorsteinn G Sigurðsson (1816) hækkaði um 62 stig og Gunnar Erik Guðmundsson (2016) um 59 stig.

Fjöldi
Adam Omarsson (2018) og Benedikt Briem (2244) tefldu báðir 14 skákir í nóvember en fjöldi skákmanna var með 13.

Nýir á lista
Að vanda bætast margir nýir skákmenn á lista eftir deildarkeppnina. Gaman að sjá þar þrjá úr Taflfélagi Snæfellsbæjar en stigahæstur nýliða er Ricardo Jimenez með 1909 stig.












