Úrslit Íslandsmóts Símans í netskák, sem var skipulagt af Rafíþróttasambandi Íslands í samstarfi við Skáksamband Íslands og Sjónvarpi Símans lauk í gærkvöldi, sunnudaginn 30. nóvember.

Í úrslitunum mættust stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson og FIDE-meistarinn Símon Þórhallsson. Sá síðarnefndi hafði komið mjög á óvart og lagt tvo stórmeistara að velli á leið sinni í úrslitin. Þrátt fyrir það áttu flestir von á auðveldum sigri Vignis. Svo varð svo sannarlega ekki raunin!

Símon hóf þetta 10-skáka einvígi af krafti með hvítu mönnunum, tefldi Catalan-byrjunina mjög vel og vann sannfærandi sigur á Vigni!

Símon hamraði járnið í skák númer tvö. Vignir virtist ekki mættur til leiks og tapaði í aðeins 16 leikjum með hvítu.

Vignir náði sér loks á strik í þriðju skákinni og vann mikilvægan sigur með svörtu en byrjunin góð hjá Símoni þegar farið var í fyrsta hlé og hann 2-1 yfir.

Símon var alls ekki hættur og vann fjórðu skákina, fín skák með svörtu í Benoni!

Vignir kominn með bakið upp við vegg hér og var í raun stálheppinn í fimmtu skákinni.

Símon drap á c5, 15.Bxc5 og Vignir í raun stálheppinn að geta skotið inn Bxf3+ og Dg4+, annars ætti hvítur Ba4 með leppun á drottninguna. Vignir náði vopnum sínum, fórnaði manni fyrir peð og náði að snúa á Símon.

Staðan 3-2 og Vignir vann næstu skák en gerði stór mistök í lokin.

50.Kd4?? gaf kost á Hd2+ en Símon var ekki á varðbergi og missti af sénsinum.

Staðan nú 3-3 og Vignir kominn í gang!

Vignir tefldi öruggt og endaði á að hafa betur í endataflinu.

Vignir tefldi loks eins og hann á að sér í áttundu skákinni og nú kominn í 5-3.

Vigni nægði nú jafntefli og hann kæfði einfaldlega taflið í lokaskákinni og sigurinn hans, 5,5-3,5

Vignir því Íslandsmeistari í Netskák 2025. Styrkaraðilar, Síminn, Collab, Ljósleiðarinn og Lengjan fá bestu þakkir ásamt RÍSÍ og SÍ fyrir skipulagningu.

Lýsing var í höndunum á „gamla genginu“ Björn Ívar Karlsson og Ingvar Þór Jóhannesson

Þess má geta að næsta netskákarsería hefst á Símanum Sport 18. janúar nk.

Hægt er að fylgjast með á Sjónvarpi Símans eða á YouTube rás RÍSÍ eða Twitch Rási RÍSÍ

 

Úrslit

  1. 30. nóvember: GM Vignir Vatnar Stefánsson – FM Símon Þórhallsson 6-3

Dagskrá

Tímamörk voru 3+2 og fylgdi mótið fylgir útsláttarfyrirkomulagi, þar sem keppendur detta út eftir tap þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.

Verðlaun

Verðlaunafé mótsins hefur verið hækkað um 100.000 kr. og er nú sem hér segir:

  1. 200.000 kr.
  2. 100.000 kr.
  3.   25.000 kr.
  4.   25.000 kr.
- Auglýsing -